Garðabær og ásýnd spillingar Harpa Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 13. febrúar 2024 10:31 Á bæjarstjórnarfundi 1. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í stöðu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Hann verður því einn æðsti embættismaður sveitarfélagsins. Um ráðninguna hefur verið fjallað í fjölmiðlum, en kannski sérstaklega þá staðreynd að minnihlutinn í heild sinni taldi sig ekki geta samþykkt hana. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, höfum farið varlega í að draga hæfni þess einstaklings sem um ræðir í efa. Hann mun að öllum líkindum standa sig vel í starfi, enda var hann metinn hæfur. Það sem er okkur hins vegar hjartans mál er að traust íbúa til stjórnsýslunnar sé með hæsta móti, og enn frekar að það sé hafið yfir allan vafa að pólitískir hagsmunir ráði ekki för við ráðningu í eitt æðsta embætti Garðabæjar. Í þessu tilviki kom það í hlut formanns bæjarráðs, þeirrar sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að meta einstakling sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd ásamt því að vera mjög tengdur bæjarstjóra. Bæjarráð var aldrei upplýst formlega um það hver þessi tengsl voru. Á bæjarstjórnarfundi kom svo í ljós að gert var ráð fyrir því að allir bæjarfulltrúar þekktu alla á umsækjendalistanum eða myndu gera sér far um að afla upplýsinga um þau á vefnum, samfélagsmiðlum eða eftir öðrum leiðum. Það er algjörlega ljóst að pólitískir hagsmunir og tengingar geta skapað ásýnd sem grefur undan trausti á einstaklingi, starfsgrein eða ferli. Við teljum að hægt hefði verið að draga úr átökum með sannprófun eða mati þriðja aðila og auknu gagnsæi á síðasta þriðjungi ráðningarferlisins, t.d. að fjölskipaðri nefnd yrði falið að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga. Í það minnsta hefði okkur þótt viðeigandi að formaður bæjarráðs hefði borið ábyrgð á því að greina að fullu frá þeim hagsmunum sem gætu orkað tvímælis við framkvæmd ráðningar. Við ráðninguna og framkvæmdina alla var augljóslega litið fram hjá því hvernig þetta lítur út fyrir hinn almenna íbúa, eða að minnsta kosti þá íbúa sem eru ekki inni í Sjálfstæðisbúbblunni í Garðabæ. Við trúum því alveg að sú sem stóð frammi fyrir að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga hafi talið sig geta sinnt skyldum sínum á hlutlausan hátt. Það kemur því (miður) í okkar hlut að benda á hið augljósa: Hér eru fyrir hendi aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs í efa. Í besta falli er hér um að ræða ásýnd spillingar. Eitt er þó skýrt og það er skortur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þeim eiginleika að geta sett sig í spor fólks sem tilheyrir ekki valdaklíku bæjarins. Það endurspeglast í viðmóti þeirra og viðbrögðum við gagnrýni á vandræðalegu verklagi meirihlutans á lokametrunum við þessa mikilvægu ráðningu. Svona mál verður að vinna þannig að traust fólks til bæjarins aukist, en ekki öfugt. Garðbæingar eiga betra skilið. Höfundar eru bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á bæjarstjórnarfundi 1. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í stöðu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Hann verður því einn æðsti embættismaður sveitarfélagsins. Um ráðninguna hefur verið fjallað í fjölmiðlum, en kannski sérstaklega þá staðreynd að minnihlutinn í heild sinni taldi sig ekki geta samþykkt hana. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, höfum farið varlega í að draga hæfni þess einstaklings sem um ræðir í efa. Hann mun að öllum líkindum standa sig vel í starfi, enda var hann metinn hæfur. Það sem er okkur hins vegar hjartans mál er að traust íbúa til stjórnsýslunnar sé með hæsta móti, og enn frekar að það sé hafið yfir allan vafa að pólitískir hagsmunir ráði ekki för við ráðningu í eitt æðsta embætti Garðabæjar. Í þessu tilviki kom það í hlut formanns bæjarráðs, þeirrar sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að meta einstakling sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd ásamt því að vera mjög tengdur bæjarstjóra. Bæjarráð var aldrei upplýst formlega um það hver þessi tengsl voru. Á bæjarstjórnarfundi kom svo í ljós að gert var ráð fyrir því að allir bæjarfulltrúar þekktu alla á umsækjendalistanum eða myndu gera sér far um að afla upplýsinga um þau á vefnum, samfélagsmiðlum eða eftir öðrum leiðum. Það er algjörlega ljóst að pólitískir hagsmunir og tengingar geta skapað ásýnd sem grefur undan trausti á einstaklingi, starfsgrein eða ferli. Við teljum að hægt hefði verið að draga úr átökum með sannprófun eða mati þriðja aðila og auknu gagnsæi á síðasta þriðjungi ráðningarferlisins, t.d. að fjölskipaðri nefnd yrði falið að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga. Í það minnsta hefði okkur þótt viðeigandi að formaður bæjarráðs hefði borið ábyrgð á því að greina að fullu frá þeim hagsmunum sem gætu orkað tvímælis við framkvæmd ráðningar. Við ráðninguna og framkvæmdina alla var augljóslega litið fram hjá því hvernig þetta lítur út fyrir hinn almenna íbúa, eða að minnsta kosti þá íbúa sem eru ekki inni í Sjálfstæðisbúbblunni í Garðabæ. Við trúum því alveg að sú sem stóð frammi fyrir að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga hafi talið sig geta sinnt skyldum sínum á hlutlausan hátt. Það kemur því (miður) í okkar hlut að benda á hið augljósa: Hér eru fyrir hendi aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs í efa. Í besta falli er hér um að ræða ásýnd spillingar. Eitt er þó skýrt og það er skortur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þeim eiginleika að geta sett sig í spor fólks sem tilheyrir ekki valdaklíku bæjarins. Það endurspeglast í viðmóti þeirra og viðbrögðum við gagnrýni á vandræðalegu verklagi meirihlutans á lokametrunum við þessa mikilvægu ráðningu. Svona mál verður að vinna þannig að traust fólks til bæjarins aukist, en ekki öfugt. Garðbæingar eiga betra skilið. Höfundar eru bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar