Körfubolti

Ungur körfu­­bolta­­maður stunginn til bana út á götu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Volodymyr Jermakov lék með sextán ára landsliði Úkraínu á EM 2022.
Volodymyr Jermakov lék með sextán ára landsliði Úkraínu á EM 2022. Fésbókin/Федерація баскетболу міста Києва

Sautján ára körfuboltastrákur frá Úkraínu lést af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir hnífaárás út á götu í Þýskalandi.

Volodymyr Jermakov var leikmaður ART Giants, unglingaliðs frá Düsseldorf, en hann og liðsfélagi hans Artem Kozachenko urðu fyrir árásinni.

@Sportbladet

Jermakov lifði árásina ekki af en Kozachenko berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. Þýska lögreglan segir að átök hafi orðið á milli tveggja hópa í borginni Oberhausen.

Expressen ræddi við Svíann Craig Lecesne sem spilar með þýska liðinu. Hann segir að Úkraínumennirnir hafi æft með liðinu.

„Þetta er hræðilegt. Það er erfitt að hugsa til þess að svona geti hreinlega gerst,“ sagði Lecesne við Expressen.

Körfuboltasamband Kiev trúir því að þjóðerni leikmannanna hafi eitthvað haft með það að gera að þeir urðu fyrir árásinni.

„Það var ráðist að leikmönnum með hnífum út á götu vegna þess að þeir voru Úkraínumenn,“ skrifar sambandið á heimasíðu sína.

Þýska lögreglan hefur handtekinn aðilann sem er grunaður um glæpinn samkvæmt upplýsingum frá talsmanni utanríkisráðuneyti Úkraínu.

Jermakov lék með sextán ára landsliði Úkraínu sem keppti á EM 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×