Vilji til þess að halda í háskóla í héraði í orði en ekki á borði? Logi Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 14:32 Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar