Hver er þinn hirðir? Ingólfur Gíslason skrifar 7. febrúar 2024 11:00 Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun