Hver er þinn hirðir? Ingólfur Gíslason skrifar 7. febrúar 2024 11:00 Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar