Skoðun

Núna!

Tómas A. Tómasson skrifar

Átta hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð á biðlista eftir hjúkrunarrými í Reykjavík. Til þess að leysa þennan vanda þarf að byggja átta hundruð ný hjúkrunarrými á næstu árum. Ef ekkert er gert mun biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum vaxa á hverju ári. Hvað ætlum við að gera þegar fleiri þúsundir manna eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum? Ætlum við þá fyrst að bregðast við?

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma síðastliðinn október var heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, spurður hvort hann telji ríkisstjórnina þurfa að gera betur í uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hann svaraði því játandi. Gott er að ráðherra viðurkenni að meira þurfi að gera í þessu málum, en ég velti því samt fyrir mér, af hverju ráðherrann hefur ekki lagt fram markviss aðgerðaráætlun um hvernig eigi að snúa þessari krísu við? Við þurfum að taka mörg stór skref á skömmum tíma til að fjölgun hjúkrunarrýma geti mætt eftirspurn og til að við getum komið í veg fyrir að þúsundir eldri borgara þurfi að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir að fá dvöl á hjúkrunarheimili. Við þurfum að grípa til aðgerða og við þurfum að gera það NÚNA!

Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×