Á nú að einkavæða öldrunarþjónustuna? Eða hvað? Sigurjón Kjærnested, María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa 6. febrúar 2024 07:02 Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar