Að byggja upp fanga eða rífa þá niður Vilhelm Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 08:00 Fangelsið á Hólmsheiði var vígt síðla árs 2016 og varð ríflega 30-35% dýrara en lagt var upp með og endaði í tæplega þremur milljörðum á þáverandi verðlagi. Framkvæmdakostnaðurinn 2013 var áætlaður tæpir tveir milljarðar (1.930 milljónir króna). Þó svo að uppbyggingin hafi átt sér stað á hagstæðum byggingartíma, þar sem engin þensla var til staðar, tókst fangelsimálayfirvöldum að láta kostnaðinn fara úr böndunum. Rými er fyrir 56 fanga sem sæta gæsluvarðhaldi og einangrun með sérstakri álmu fyrir langtímavistun kvenna. Sé litið til hvað hvert rými kostar og 56 klefum deilt í þrjá milljarða liggur hvert rými á verðgildi veglegs raðhúss. Hinn hái byggingarkostnaður gefur fullt tilefni að að framreikna verðið að núvirði. Í ávarpi Páls Winkels forstjóra Fangelsismálastofnunar kom fram að við hönnun fangelsisins hafi öryggi fanga og starfsmanna verið haft að leiðarljósi ásamt því að leggja áherslu á mannúðlega afplánun fanga. Markmiðið sé að fanginn komi betri út í samfélagið á ný og þannig fækki endurkomum í fangelsi. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði að markmiðið hefði verið að byggingin yrði björt og myndi draga úr þeirri yfirþyrmandi tilfinningu sem fylgir innilokun. Engu að síður virðast fangelsisyfirvöld algerlega hafa gleymt mannlega þættinum, að fangar hafi eitthvað fyrir stafni og séu í uppbyggilegri meðferð. Það getur tæplega verið ásættanlegt að helsta úrlausn yfirvalda sé að dæla róandi geðlyfjum í fangana til að þeir geti harkað af sér dvölina í rammgerðum og glæsilegum húsakynnunum á Hólmsheiðinni. Í fangelsinu á Hólmsheiði eru konur lokaðar inni vegna brota sem þær frömdu og væntanlega stundum undir áhrifum áfengis og með vímuefnavanda. Fá úrræði eru hins vegar til staðar inni í fangelsinu til þess að vinna á vandanum þar sem í besta falli einn sálfræðingur sinnir öllum föngum í fangelsunum og enginn meðferðagangur er fyrir konur. Það er heldur ekkert sem tekur við þeim þegar þær ljúka afplánun og þær lýsa því hvernig þær fara beint úr fangelsinu á götuna og þaðan aftur inn í fangelsið. Þetta er vítahringur sem fangar festast í sé litið til ummæla fanga sem fékk að njóta gestrisni fangelsisyfirvalda í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Það verklag að innkalla heiðvirða sveitakonu og móðir ungrar stúlku á barnsaldri í rammgert öryggisfangelsi til að sitja af sér refsingu fyrir það eitt að hafa verið tekin tvisvar próflaus á bíl er vægast sagt galið. Það er umhugsunarvert hvers vegna fangelsisyfirvöld eru að eltast við fólk sem hefur orðið lítillega á og hýsa í fokdýru öryggisfangelsi á sama tíma og biðlistar fyrir afplánun lengjast stöðugt og ekki hægt að fullnusta þunga dóma. Ríkissjóður verður af milljarða tekjum þar sem fullnustu dóma er ekki fylgt eftir og fyrnast að lokum. Í mjög mörgum tilfellum myndi sakborningur greiða skuld sína við innköllun fangavistunar til að komast hjá afplánun. Tímafrekir og kostnaðarsamir dómar eru felldir eftir að vera búnir að velkjast í kerfinu í mörg ár sem fangelsisyfirvöld virðast svo fylgja eftir að eigin geðþótta og léttúð. Eftir að Kveikur birti frétt um ástand húseigna á litla Hrauni sem vart hefði átt að koma á óvart er umhugsunarvert hversu mikill offorsinn er hjá alþingismönnum og ekki síst stjórnarandstæðingum ásamt dómsmálaráðherra að brugðist verði skjótt við og nýtt fangelsi byggt. Eins og svo oft áður loðir við stjórnsýsluna að einblína fremur á umbúðirnar en hinn raunverulega vanda og eðlilega forgangsröðun. Ekki er heldur hægt að líta fram hjá því að heilbrigðismálin eru í molum. Ráðherrar eru ennþá fastir í taumlausu kjördæmapoti í stað þess að láta þjóðarhag, fyrirhyggju og hagkvæmni ráða för. Vanhugsað útspil dómsmálaráðherra um nýtt fangelsi er enn eitt dæmið um fyrirhyggjuleysið. Það ætti tæplega að vefjast fyrir yfirvöldum að viðhafa enn eitt potið til útvaldra arkitektastofa hvað varðar hönnunarsamkeppni um útfærslu og byggingu nýs og flotts fangelsis þar sem byggingarkostnaður verður eflaust léttvægur fundinn. Eðlilegra væri fyrir dómsmálaráðherra að setja frímerki á rassgatið á óvönduðum útlendingum, með lítil tengsl við landið, sem dvelja á litla Hrauni og senda til síns heimalands í stað þess að úthýsa blásaklausu fólk frá stríðshrjáðum löndum. Fangelsið Kvíabryggja og önnur opin fangelsi eru meira mannbætandi en rammgert fangelsi eins og Hólmsheiði og litla Hraun. Stór hluti fanga kemur úr félagslega erfiðum aðstæðum og hafa margir hverjir ekki fundið neina fótfestu í lífinu og sumir kannski aldrei farið út á almennan vinnumarkað. Því getur verið afskaplega erfitt fyrir þessa menn að fóta sig í lífinu, peningalausir og jafnvel heimilislausir eftir fangelsisvist með litla sem enga menntun og jafnvel enga starfsreynslu. Það er vandséð að 415 kr. á tímann fleyti þeim langt. Það er löngu tímabært að taka upp nýtt verklag og eftirfylgni sem hentar hverjum og einum. Markmið fangelsisvistunar hlýtur ávallt að vera að einstaklingurinn verði nýtur samfélagsþegn. Ella verður hann baggi á samfélaginu með ítrekaðri fangelsisvist. Í hvert skipti sem nýtt fangelsi er tekið í notkun er öðrum fangelsum umsvifalaust lokað og engu máli virðist skipta að biðlistar fyrnast og ríkissjóður verður af milljarða tekjum. Verklagið í Síðumúlafangelsi fyrir 40 árum gefur ágæta mynd af því hvernig yfirvöld forgangsraða í ríkisstofnunum. Umfangsmiklar og kostnaðarsamar viðgerðir á nýjum fráfallslögnum áttu sér stað í fangelsinu árið1994. Þar þurfti að saga og brjóta gólf inn í alla klefa og önnur rými til að endurnýja lagnir. Ekkert var sparað til verksins og pottlagnir lagðar sem eru mun dýrari en plastlagnir. Gólf voru líka endursteypt og lökkuð ásamt ótal öðrum framkvæmdum. Framkvæmdin tók nokkrar vikur, föngum til lítillar gleði enda kærur og brigsl þeirra daglegt brauð vegna hávaða, plássleysis og almenns hringlandaháttar. Hvar átti að koma föngum fyrir í allri óreiðunni! Fangavörðum tókst þó með mikilli natni að sjatla óánægju og klögumál fanganna með mútum í formi pizzu-máltíða og vídeóspóla. Ári síðar var fangelsið rifið. Í Noregi hafa fangelsisyfirvöld haft það að leiðarljósi að enginn skuli afplána með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er til að tryggja öryggi. Því skuli dómþolar vistaðir í aðstæðum sem séu sem líkastar samfélaginu sem þeir eru skildir frá. Það leiðarljós hefur skilað lægstu tíðni endurkomu í fangelsi á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Árið 2015 var stjórnvöldum bent á að vinnubúðirnar fyrir utan Reyðarfjörð væru til sölu á hagstæðu verði. Annaðhvort væri hægt að vista fanga þar eða flytja búðirnar að Litla Hrauni. En búðir þessar voru fangelsisyfirvöldum greinilega ekki að skapi. Engu að síður hýsa þessar búðir túrista hótel í dag og hefur gefið góða raun. Hefði einhver vilji og framsýni verið hjá fangelsisyfirvöldum til að takast á við biðlista og leysa vandann með hagkvæmum hætti hefði einnig verið hægt að starfrækja opið fangelsi á Bifröst. Það eru líka til fangar sem útskrifa sig ekki sjálfir og vilja ekki hafa hangandi yfir sér boðun um fangelsisvist í rammbyggðu fangelsi. Kvíabryggja er eitt best lukkaða mannbætandi opna fangelsið sem völ er á og ekki spillir fyrir að fangar geta tekið með sér sitt eigið sófasett og rúm séu dýnur fangelsisins þeim ekki að skapi. Allir innviðir í landinu eru að grotna niður. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn fari að átta sig á að það þarf að forgangsraða með þjóðarhagsmuni að leiðarljós, ekki útvaldra útgerðarmanna. Þjóðin er ítrekað rænd innan frá fyrir tilverknað gerspilltra ráðherra sem taka sér miklu meira vald en þeim er heimilt og það þarf að uppræta. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fangelsið á Hólmsheiði var vígt síðla árs 2016 og varð ríflega 30-35% dýrara en lagt var upp með og endaði í tæplega þremur milljörðum á þáverandi verðlagi. Framkvæmdakostnaðurinn 2013 var áætlaður tæpir tveir milljarðar (1.930 milljónir króna). Þó svo að uppbyggingin hafi átt sér stað á hagstæðum byggingartíma, þar sem engin þensla var til staðar, tókst fangelsimálayfirvöldum að láta kostnaðinn fara úr böndunum. Rými er fyrir 56 fanga sem sæta gæsluvarðhaldi og einangrun með sérstakri álmu fyrir langtímavistun kvenna. Sé litið til hvað hvert rými kostar og 56 klefum deilt í þrjá milljarða liggur hvert rými á verðgildi veglegs raðhúss. Hinn hái byggingarkostnaður gefur fullt tilefni að að framreikna verðið að núvirði. Í ávarpi Páls Winkels forstjóra Fangelsismálastofnunar kom fram að við hönnun fangelsisins hafi öryggi fanga og starfsmanna verið haft að leiðarljósi ásamt því að leggja áherslu á mannúðlega afplánun fanga. Markmiðið sé að fanginn komi betri út í samfélagið á ný og þannig fækki endurkomum í fangelsi. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði að markmiðið hefði verið að byggingin yrði björt og myndi draga úr þeirri yfirþyrmandi tilfinningu sem fylgir innilokun. Engu að síður virðast fangelsisyfirvöld algerlega hafa gleymt mannlega þættinum, að fangar hafi eitthvað fyrir stafni og séu í uppbyggilegri meðferð. Það getur tæplega verið ásættanlegt að helsta úrlausn yfirvalda sé að dæla róandi geðlyfjum í fangana til að þeir geti harkað af sér dvölina í rammgerðum og glæsilegum húsakynnunum á Hólmsheiðinni. Í fangelsinu á Hólmsheiði eru konur lokaðar inni vegna brota sem þær frömdu og væntanlega stundum undir áhrifum áfengis og með vímuefnavanda. Fá úrræði eru hins vegar til staðar inni í fangelsinu til þess að vinna á vandanum þar sem í besta falli einn sálfræðingur sinnir öllum föngum í fangelsunum og enginn meðferðagangur er fyrir konur. Það er heldur ekkert sem tekur við þeim þegar þær ljúka afplánun og þær lýsa því hvernig þær fara beint úr fangelsinu á götuna og þaðan aftur inn í fangelsið. Þetta er vítahringur sem fangar festast í sé litið til ummæla fanga sem fékk að njóta gestrisni fangelsisyfirvalda í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Það verklag að innkalla heiðvirða sveitakonu og móðir ungrar stúlku á barnsaldri í rammgert öryggisfangelsi til að sitja af sér refsingu fyrir það eitt að hafa verið tekin tvisvar próflaus á bíl er vægast sagt galið. Það er umhugsunarvert hvers vegna fangelsisyfirvöld eru að eltast við fólk sem hefur orðið lítillega á og hýsa í fokdýru öryggisfangelsi á sama tíma og biðlistar fyrir afplánun lengjast stöðugt og ekki hægt að fullnusta þunga dóma. Ríkissjóður verður af milljarða tekjum þar sem fullnustu dóma er ekki fylgt eftir og fyrnast að lokum. Í mjög mörgum tilfellum myndi sakborningur greiða skuld sína við innköllun fangavistunar til að komast hjá afplánun. Tímafrekir og kostnaðarsamir dómar eru felldir eftir að vera búnir að velkjast í kerfinu í mörg ár sem fangelsisyfirvöld virðast svo fylgja eftir að eigin geðþótta og léttúð. Eftir að Kveikur birti frétt um ástand húseigna á litla Hrauni sem vart hefði átt að koma á óvart er umhugsunarvert hversu mikill offorsinn er hjá alþingismönnum og ekki síst stjórnarandstæðingum ásamt dómsmálaráðherra að brugðist verði skjótt við og nýtt fangelsi byggt. Eins og svo oft áður loðir við stjórnsýsluna að einblína fremur á umbúðirnar en hinn raunverulega vanda og eðlilega forgangsröðun. Ekki er heldur hægt að líta fram hjá því að heilbrigðismálin eru í molum. Ráðherrar eru ennþá fastir í taumlausu kjördæmapoti í stað þess að láta þjóðarhag, fyrirhyggju og hagkvæmni ráða för. Vanhugsað útspil dómsmálaráðherra um nýtt fangelsi er enn eitt dæmið um fyrirhyggjuleysið. Það ætti tæplega að vefjast fyrir yfirvöldum að viðhafa enn eitt potið til útvaldra arkitektastofa hvað varðar hönnunarsamkeppni um útfærslu og byggingu nýs og flotts fangelsis þar sem byggingarkostnaður verður eflaust léttvægur fundinn. Eðlilegra væri fyrir dómsmálaráðherra að setja frímerki á rassgatið á óvönduðum útlendingum, með lítil tengsl við landið, sem dvelja á litla Hrauni og senda til síns heimalands í stað þess að úthýsa blásaklausu fólk frá stríðshrjáðum löndum. Fangelsið Kvíabryggja og önnur opin fangelsi eru meira mannbætandi en rammgert fangelsi eins og Hólmsheiði og litla Hraun. Stór hluti fanga kemur úr félagslega erfiðum aðstæðum og hafa margir hverjir ekki fundið neina fótfestu í lífinu og sumir kannski aldrei farið út á almennan vinnumarkað. Því getur verið afskaplega erfitt fyrir þessa menn að fóta sig í lífinu, peningalausir og jafnvel heimilislausir eftir fangelsisvist með litla sem enga menntun og jafnvel enga starfsreynslu. Það er vandséð að 415 kr. á tímann fleyti þeim langt. Það er löngu tímabært að taka upp nýtt verklag og eftirfylgni sem hentar hverjum og einum. Markmið fangelsisvistunar hlýtur ávallt að vera að einstaklingurinn verði nýtur samfélagsþegn. Ella verður hann baggi á samfélaginu með ítrekaðri fangelsisvist. Í hvert skipti sem nýtt fangelsi er tekið í notkun er öðrum fangelsum umsvifalaust lokað og engu máli virðist skipta að biðlistar fyrnast og ríkissjóður verður af milljarða tekjum. Verklagið í Síðumúlafangelsi fyrir 40 árum gefur ágæta mynd af því hvernig yfirvöld forgangsraða í ríkisstofnunum. Umfangsmiklar og kostnaðarsamar viðgerðir á nýjum fráfallslögnum áttu sér stað í fangelsinu árið1994. Þar þurfti að saga og brjóta gólf inn í alla klefa og önnur rými til að endurnýja lagnir. Ekkert var sparað til verksins og pottlagnir lagðar sem eru mun dýrari en plastlagnir. Gólf voru líka endursteypt og lökkuð ásamt ótal öðrum framkvæmdum. Framkvæmdin tók nokkrar vikur, föngum til lítillar gleði enda kærur og brigsl þeirra daglegt brauð vegna hávaða, plássleysis og almenns hringlandaháttar. Hvar átti að koma föngum fyrir í allri óreiðunni! Fangavörðum tókst þó með mikilli natni að sjatla óánægju og klögumál fanganna með mútum í formi pizzu-máltíða og vídeóspóla. Ári síðar var fangelsið rifið. Í Noregi hafa fangelsisyfirvöld haft það að leiðarljósi að enginn skuli afplána með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er til að tryggja öryggi. Því skuli dómþolar vistaðir í aðstæðum sem séu sem líkastar samfélaginu sem þeir eru skildir frá. Það leiðarljós hefur skilað lægstu tíðni endurkomu í fangelsi á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Árið 2015 var stjórnvöldum bent á að vinnubúðirnar fyrir utan Reyðarfjörð væru til sölu á hagstæðu verði. Annaðhvort væri hægt að vista fanga þar eða flytja búðirnar að Litla Hrauni. En búðir þessar voru fangelsisyfirvöldum greinilega ekki að skapi. Engu að síður hýsa þessar búðir túrista hótel í dag og hefur gefið góða raun. Hefði einhver vilji og framsýni verið hjá fangelsisyfirvöldum til að takast á við biðlista og leysa vandann með hagkvæmum hætti hefði einnig verið hægt að starfrækja opið fangelsi á Bifröst. Það eru líka til fangar sem útskrifa sig ekki sjálfir og vilja ekki hafa hangandi yfir sér boðun um fangelsisvist í rammbyggðu fangelsi. Kvíabryggja er eitt best lukkaða mannbætandi opna fangelsið sem völ er á og ekki spillir fyrir að fangar geta tekið með sér sitt eigið sófasett og rúm séu dýnur fangelsisins þeim ekki að skapi. Allir innviðir í landinu eru að grotna niður. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn fari að átta sig á að það þarf að forgangsraða með þjóðarhagsmuni að leiðarljós, ekki útvaldra útgerðarmanna. Þjóðin er ítrekað rænd innan frá fyrir tilverknað gerspilltra ráðherra sem taka sér miklu meira vald en þeim er heimilt og það þarf að uppræta. Höfundur er athafnamaður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun