Fjárhagslegt ofbeldi í skjóli nætur Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 31. janúar 2024 08:30 Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Nákvæmlega þá sýndi ríkisstjórn Íslands sínar verstu hliðar og sló eigið heimsmet í lágkúru og fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín. Kirfilega falið í Gistináttaskatts-frumvarpinu sem afgreitt var í flýti, skömmu fyrir þinghlé, kom fram ný birtingarmynd grimmilegrar skerðingarstefnu stjórnvalda. Þar inni á milli ákvæða var að finna eina setningu, sem hefði fellt niður persónuafslátt lífeyrisþega og öryrkja sem búa erlendis. Fólk sem hefur gefist upp á því að hokra við sárafátæktarmörk hér á landi og haldið út í leit að betra lífi. Á einu bretti átti að svipta þau 65.000 króna persónuafslætti með fjögurra daga fyrirvara. Þessi hópur fólks er svo bágstaddur að í sumum tilfellum þýddi sviptingin að þau gætu ekki lengur staðið undir leigukostnaði. Hvernig getur land sem lýsir yfir jafnræði í lögum og stjórnarskrá, ráðist svona harkalega að sínum verst settu þegnum og mismunað þeim með þessum hætti? Þetta er brot á grundvallarmannréttindum og mun aðeins ýta þeim enn dýpra í fátækt og vonleysi. Fjármálaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessari ógæfu, en hvar voru samstarfsflokkarnir, Framsókn og Vinstri græn þegar þessi ákvörðun var samþykkt? Hvernig gátu þau stutt slíka aðgerð án mótþróa eða umræðu? Þetta er enn frekari staðfesting á því að þessir flokkar hafa enga samúð eða skilning á aðstæðum fólks sem býr við fátækt og vanlíðan vegna vanbúnaðar almannatryggingakerfisins. Stjórnarandstaðan, undir forystu Ingu Sæland, keypti gálgafrest og kom í veg fyrir að þetta óréttlæti yrði að veruleika nú um áramótin með því að láta fresta framkvæmdinni um eitt ár. Það er aðeins tímabundinn sigur. Við munum ekki hvílast fyrr en lagagreinin verður felld brott svo koma megi í veg fyrir að lífeyrisþegum og öryrkjum verði mismunað hrapallega. Það er engin afsökun fyrir því að skerða lífsgæði þeirra enn frekar. Í andsvörum við fyrirspurn minni í síðustu viku sögðu bæði fjármála- og forsætisráðherra vera þeirrar skoðunar að þetta mál og áhrif þess þyrfti að skoða nánar. Hugsanlega eru stjórnvöld að átta sig á alvarleika þessa fjárhagslega ofbeldis sem átti að skella á fátækasta fólk landsins með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Flokkur fólksins mun beita sér af fullum þunga til að tryggja að réttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem varða velferð og lífsgæði þessa hóps. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Nákvæmlega þá sýndi ríkisstjórn Íslands sínar verstu hliðar og sló eigið heimsmet í lágkúru og fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín. Kirfilega falið í Gistináttaskatts-frumvarpinu sem afgreitt var í flýti, skömmu fyrir þinghlé, kom fram ný birtingarmynd grimmilegrar skerðingarstefnu stjórnvalda. Þar inni á milli ákvæða var að finna eina setningu, sem hefði fellt niður persónuafslátt lífeyrisþega og öryrkja sem búa erlendis. Fólk sem hefur gefist upp á því að hokra við sárafátæktarmörk hér á landi og haldið út í leit að betra lífi. Á einu bretti átti að svipta þau 65.000 króna persónuafslætti með fjögurra daga fyrirvara. Þessi hópur fólks er svo bágstaddur að í sumum tilfellum þýddi sviptingin að þau gætu ekki lengur staðið undir leigukostnaði. Hvernig getur land sem lýsir yfir jafnræði í lögum og stjórnarskrá, ráðist svona harkalega að sínum verst settu þegnum og mismunað þeim með þessum hætti? Þetta er brot á grundvallarmannréttindum og mun aðeins ýta þeim enn dýpra í fátækt og vonleysi. Fjármálaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessari ógæfu, en hvar voru samstarfsflokkarnir, Framsókn og Vinstri græn þegar þessi ákvörðun var samþykkt? Hvernig gátu þau stutt slíka aðgerð án mótþróa eða umræðu? Þetta er enn frekari staðfesting á því að þessir flokkar hafa enga samúð eða skilning á aðstæðum fólks sem býr við fátækt og vanlíðan vegna vanbúnaðar almannatryggingakerfisins. Stjórnarandstaðan, undir forystu Ingu Sæland, keypti gálgafrest og kom í veg fyrir að þetta óréttlæti yrði að veruleika nú um áramótin með því að láta fresta framkvæmdinni um eitt ár. Það er aðeins tímabundinn sigur. Við munum ekki hvílast fyrr en lagagreinin verður felld brott svo koma megi í veg fyrir að lífeyrisþegum og öryrkjum verði mismunað hrapallega. Það er engin afsökun fyrir því að skerða lífsgæði þeirra enn frekar. Í andsvörum við fyrirspurn minni í síðustu viku sögðu bæði fjármála- og forsætisráðherra vera þeirrar skoðunar að þetta mál og áhrif þess þyrfti að skoða nánar. Hugsanlega eru stjórnvöld að átta sig á alvarleika þessa fjárhagslega ofbeldis sem átti að skella á fátækasta fólk landsins með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Flokkur fólksins mun beita sér af fullum þunga til að tryggja að réttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem varða velferð og lífsgæði þessa hóps. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun