„Deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin“ Kári Mímisson skrifar 30. janúar 2024 23:09 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð léttur í leikslok þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segist hafa verið sáttur við leik sinna kvenna gegn Grindavík í dag. Grindavík vann átta stiga sigur en sprækar Stjörnustúlkur spiluðu mjög vel á köflum í dag þó svo að Grindavík hefði náð að halda þeim ágætlega frá sér stærstan hluta leiksins. „Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
„Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54