Grindavík og óábyrgt verklag Vilhelm Jónsson skrifar 28. janúar 2024 13:31 Það verklag og þær forvarnir sem hafa átt sér stað gagnvart íbúum í Grindavík hafa verið og munu verða bæjarbúum og þjóðinni dýrkeypt ofan á náttúruhamfarir og aðrar hörmungar. Aðdragandinn að umbrotunum er búinn að bera langur og því hefði verið hægt að lágmarka skemmdir á fasteignum og önnur óþægindi. Bæjaryfirvöld í Grindavík sváfu á verðinum í haust og sýndu sinnuleysi með því að undirbúa ekki bæjarbúa fyrir það að þurfa að yfirgefa heimili sín fyrirvaralaust. Það hefði t.d. verið hægt að vera búið að vinna bæklinga sem dreift hefði verið í öll hús Grindavíkur með helstu upplýsingum um hvernig best væri að skilja við hús sem yfirgefa þyrfti í skyndi. Þar hefðu getað komið fram upplýsingar til húseiganda um mótvægisaðgerðir færi rafmagn og hiti af bænum. Forræðishyggja lögreglustjóra og Almannavarna er ítrekað búin að vera umdeild, einsleit og galin. Lítil sátt hefur ríkt um verklagið og ekki hlustað á óskir bæjarbúa. Það er illa komið fyrir yfirvöldum geti þau ekki hlustað og tekið mark á öðrum en háskólafræðingum. Það er því miður oft svo að þeir sem með mesta valdið fara geta vart stýrt sjálfum sér. Aðgerðir Almannavarna og lögreglustjóra í Grindavík flokkast vart undir annað en valdníðslu og eiga ekkert skylt við vandaða stjórnsýslu og fyrirhyggju sé litið til þeirrar sérmeðferðar og ívilnunar sem stærri fyrirtæki hafa fengið. Bæjarbúum hefur ítrekað verið mismunað með valdníðslu frá því að bjarga eigum sínum. Útvalin fyrirtæki s.s. Vísir, Þorbjörn og aðrir gæðingar að ógleymdu Bláa Lóninu eru gott dæmi um þá sem fengu sérstaka meðferð frá fyrsta degi umbrotanna á Reykjanesskaga. Tjónið sem á sér stað á húseignum og öðrum eigum vegna frost- og vatnsskemmda, sem hafa þar að auki ekki að fullu komið í ljós, hefði mátt lámarka hefði fyrr verið brugðist við hugsanlegum afleiðingum ásamt því að hlusta á óskir bæjarbúa. Ákvörðun lögreglustjóra þess efnis að leyfa ekki pípurum og rafvirkjum að forða fasteignum frá vatns- og frostskemmdum vegna þess að verið væri að moka götur í Grindavík var galin. Smám saman mun húseigendum verða ljóst að of seint var brugðist við til að að forða fasteignum frá frost- og vatnsskemmdum og að reyna að bjarga öðrum verðmætum. Það er umhugsunar- og ámælisvert hvernig yfirvöld hafa staðið að verki og mismunað og takmarkað hverjir fari inn í bæinn frá því að umbrotin byrjuðu á Reykjanesskaga. Eðlilegra hefðir verið að kalla inn fleiri iðnaðarmenn til að afstýra skemmdum í kapphlaupi við tímann. Undarlagt var að allt í einu var Víkingasveitin mætt á svæðið sem helsta hjálparhellan þó erfitt hefði verið að átta sig á hlutverki hennar þarna. Til að auka svo enn á dramatíkina lónaði varðskipið Þór fyrir utan bæinn. Það er líka hálf kjánalegt þegar yfirvöld stæra sig af því að vera mest og best í öllu hvar sem er niður er borið eins og t.d. að eiga þaulvana sveit í rústabjörgun. Það er skelfilegt að hugsa til þess að það hafi þurft jafn hörmulegt og sorglegt slys og átti sér stað í Grindavík fyrr í mánuðinum til að yfirvöld vöknuðu til umhugsunar um hversu slæmt ástandið undir bænum væri eftir margra vikna umbrot og hræringar. Það er full ástæða til að rannsaka vanmatið sem þar átti sér stað og hvernig staðið var að því að loka sprungum með ófullnægjandi og gáleysislegum hætti. Sé litið til nútímatækni hefði verið eðlilegra að nýta sér jarðsjá á fyrri stigum ásamt öðru verklagi til að rýna ástandið í bænum. Það hefði einnig mátt með einföldum hætti dæla þúsundum lítra af vatni eftir þörfum ofan í sprungur til að reyna að átta sig á umfangi þeirra og gliðnun ásamt því að flýta fyrir þjöppun og jarðsigi við jarðvegsfyllingar á jarðsprungum. Hið minnsta hjálpar vatn eða sjór mikið til að flýta fyrir jarðsigi og þjöppun. Það er auðvelt að gagnrýna og eflaust ekki alltaf réttlátt en engu að síður er það lágmarkskrafa að verkfræðistofum, sem telja sig þess verðuga og umkomna að stýra krefjandi verkefnum og gefa út digra reikninga, sé gert að standa undir betra verklagi en of oft á sér stað. Flest bendir til að hluti af Grindavík sé mjög ótryggur og sprungur gliðni og opnist enn meira við frekari jarðhræringar og eins þegar frost fer úr jarðvegi og mun þá væntanlega margt fara á verri veginn. Engu að síður er það óverjandi að bæjarbúum sé mismunað við að fá að bjarga eigum sínum og ekki síst þegar fasteignir eru ekki einu sinni á skilgreindum hættusvæðum. Á sama tíma og kvika hleðst upp á ógnarhraða við Svartsengi og nágrenni víla yfirvöld ekki fyrir sér að heimila opnun á Bláa Lóninu. Blásaklaust ferðafólk treystir blint á að fyllsta öryggis sé gætt og gerir sér ekki grein fyrir að yfirvöld fara frjálslega með öryggiskröfur þegar hagsmunir Bláa Lónsins liggja undir ásamt því að svala annarri fjárhagslegri græðgi. Ferðamaðurinn áttar sig heldur ekki á því að verði slys og manntjón vegna jarðhræringanna munu eigendur Lónsins verða fljótir að sverja af sér ábyrgð og benda á að bótaskyldan liggi hjá íslenskum skattgreiðendum sem ekki munu fara varhluta af afleiðingunum. Framkvæmdarstjóri verksviðs Bláa Lónsins hefur ekki svo ósjaldan verið klók að benda á að hún treysti Almannavörnum og öðrum fræðingum til að meta aðstæður. Velta má fyrir sér hvort slíkt sé sagt til að firra Lónið ábyrgð verði slys eða jafnvel manntjón þar. Það hefur verið tæplega fjögurra ára aðdragandi að þeim umbrotum sem nú eiga sér stað á Reykjanesskaga. Engu að síður hafa stjórnvöld sofið á verðinu og litlar sem engar mótvægisaðgerðir átt sér stað fyrr en allt er komið í óefni. Það blasir við að það hefði fyrir löngu átt að vera búið að huga að nýrri varmaveituframleiðslu með þeirri sviðsmynd að Svartsengi dytti hugsanlega út. Reykjanesvirkjun er einnig skammt undan og ekki óvarlegt að huga að því að raforkuframleiðsla þar sé hugsanlega einnig í uppnám. Stjórnvöld hefðu átt að vera búin að huga að magnkaupum á stórtækum og öflugum raf- og jarðefnisknúnum rafstöðvum ásamt hitablásurum sem hefðu nýst til húshitunar og til að bjarga bæjarfélögum til skemmri tíma frá frostskemmdum hvar sem er um landið færi rafmagn eða hiti af húsum. Stjórnvöld hafa sem fyrr sofið á verðinum og hunsað ástandið, eflaust í þeirri von að allt reddist af sjálfu sér. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Það verklag og þær forvarnir sem hafa átt sér stað gagnvart íbúum í Grindavík hafa verið og munu verða bæjarbúum og þjóðinni dýrkeypt ofan á náttúruhamfarir og aðrar hörmungar. Aðdragandinn að umbrotunum er búinn að bera langur og því hefði verið hægt að lágmarka skemmdir á fasteignum og önnur óþægindi. Bæjaryfirvöld í Grindavík sváfu á verðinum í haust og sýndu sinnuleysi með því að undirbúa ekki bæjarbúa fyrir það að þurfa að yfirgefa heimili sín fyrirvaralaust. Það hefði t.d. verið hægt að vera búið að vinna bæklinga sem dreift hefði verið í öll hús Grindavíkur með helstu upplýsingum um hvernig best væri að skilja við hús sem yfirgefa þyrfti í skyndi. Þar hefðu getað komið fram upplýsingar til húseiganda um mótvægisaðgerðir færi rafmagn og hiti af bænum. Forræðishyggja lögreglustjóra og Almannavarna er ítrekað búin að vera umdeild, einsleit og galin. Lítil sátt hefur ríkt um verklagið og ekki hlustað á óskir bæjarbúa. Það er illa komið fyrir yfirvöldum geti þau ekki hlustað og tekið mark á öðrum en háskólafræðingum. Það er því miður oft svo að þeir sem með mesta valdið fara geta vart stýrt sjálfum sér. Aðgerðir Almannavarna og lögreglustjóra í Grindavík flokkast vart undir annað en valdníðslu og eiga ekkert skylt við vandaða stjórnsýslu og fyrirhyggju sé litið til þeirrar sérmeðferðar og ívilnunar sem stærri fyrirtæki hafa fengið. Bæjarbúum hefur ítrekað verið mismunað með valdníðslu frá því að bjarga eigum sínum. Útvalin fyrirtæki s.s. Vísir, Þorbjörn og aðrir gæðingar að ógleymdu Bláa Lóninu eru gott dæmi um þá sem fengu sérstaka meðferð frá fyrsta degi umbrotanna á Reykjanesskaga. Tjónið sem á sér stað á húseignum og öðrum eigum vegna frost- og vatnsskemmda, sem hafa þar að auki ekki að fullu komið í ljós, hefði mátt lámarka hefði fyrr verið brugðist við hugsanlegum afleiðingum ásamt því að hlusta á óskir bæjarbúa. Ákvörðun lögreglustjóra þess efnis að leyfa ekki pípurum og rafvirkjum að forða fasteignum frá vatns- og frostskemmdum vegna þess að verið væri að moka götur í Grindavík var galin. Smám saman mun húseigendum verða ljóst að of seint var brugðist við til að að forða fasteignum frá frost- og vatnsskemmdum og að reyna að bjarga öðrum verðmætum. Það er umhugsunar- og ámælisvert hvernig yfirvöld hafa staðið að verki og mismunað og takmarkað hverjir fari inn í bæinn frá því að umbrotin byrjuðu á Reykjanesskaga. Eðlilegra hefðir verið að kalla inn fleiri iðnaðarmenn til að afstýra skemmdum í kapphlaupi við tímann. Undarlagt var að allt í einu var Víkingasveitin mætt á svæðið sem helsta hjálparhellan þó erfitt hefði verið að átta sig á hlutverki hennar þarna. Til að auka svo enn á dramatíkina lónaði varðskipið Þór fyrir utan bæinn. Það er líka hálf kjánalegt þegar yfirvöld stæra sig af því að vera mest og best í öllu hvar sem er niður er borið eins og t.d. að eiga þaulvana sveit í rústabjörgun. Það er skelfilegt að hugsa til þess að það hafi þurft jafn hörmulegt og sorglegt slys og átti sér stað í Grindavík fyrr í mánuðinum til að yfirvöld vöknuðu til umhugsunar um hversu slæmt ástandið undir bænum væri eftir margra vikna umbrot og hræringar. Það er full ástæða til að rannsaka vanmatið sem þar átti sér stað og hvernig staðið var að því að loka sprungum með ófullnægjandi og gáleysislegum hætti. Sé litið til nútímatækni hefði verið eðlilegra að nýta sér jarðsjá á fyrri stigum ásamt öðru verklagi til að rýna ástandið í bænum. Það hefði einnig mátt með einföldum hætti dæla þúsundum lítra af vatni eftir þörfum ofan í sprungur til að reyna að átta sig á umfangi þeirra og gliðnun ásamt því að flýta fyrir þjöppun og jarðsigi við jarðvegsfyllingar á jarðsprungum. Hið minnsta hjálpar vatn eða sjór mikið til að flýta fyrir jarðsigi og þjöppun. Það er auðvelt að gagnrýna og eflaust ekki alltaf réttlátt en engu að síður er það lágmarkskrafa að verkfræðistofum, sem telja sig þess verðuga og umkomna að stýra krefjandi verkefnum og gefa út digra reikninga, sé gert að standa undir betra verklagi en of oft á sér stað. Flest bendir til að hluti af Grindavík sé mjög ótryggur og sprungur gliðni og opnist enn meira við frekari jarðhræringar og eins þegar frost fer úr jarðvegi og mun þá væntanlega margt fara á verri veginn. Engu að síður er það óverjandi að bæjarbúum sé mismunað við að fá að bjarga eigum sínum og ekki síst þegar fasteignir eru ekki einu sinni á skilgreindum hættusvæðum. Á sama tíma og kvika hleðst upp á ógnarhraða við Svartsengi og nágrenni víla yfirvöld ekki fyrir sér að heimila opnun á Bláa Lóninu. Blásaklaust ferðafólk treystir blint á að fyllsta öryggis sé gætt og gerir sér ekki grein fyrir að yfirvöld fara frjálslega með öryggiskröfur þegar hagsmunir Bláa Lónsins liggja undir ásamt því að svala annarri fjárhagslegri græðgi. Ferðamaðurinn áttar sig heldur ekki á því að verði slys og manntjón vegna jarðhræringanna munu eigendur Lónsins verða fljótir að sverja af sér ábyrgð og benda á að bótaskyldan liggi hjá íslenskum skattgreiðendum sem ekki munu fara varhluta af afleiðingunum. Framkvæmdarstjóri verksviðs Bláa Lónsins hefur ekki svo ósjaldan verið klók að benda á að hún treysti Almannavörnum og öðrum fræðingum til að meta aðstæður. Velta má fyrir sér hvort slíkt sé sagt til að firra Lónið ábyrgð verði slys eða jafnvel manntjón þar. Það hefur verið tæplega fjögurra ára aðdragandi að þeim umbrotum sem nú eiga sér stað á Reykjanesskaga. Engu að síður hafa stjórnvöld sofið á verðinu og litlar sem engar mótvægisaðgerðir átt sér stað fyrr en allt er komið í óefni. Það blasir við að það hefði fyrir löngu átt að vera búið að huga að nýrri varmaveituframleiðslu með þeirri sviðsmynd að Svartsengi dytti hugsanlega út. Reykjanesvirkjun er einnig skammt undan og ekki óvarlegt að huga að því að raforkuframleiðsla þar sé hugsanlega einnig í uppnám. Stjórnvöld hefðu átt að vera búin að huga að magnkaupum á stórtækum og öflugum raf- og jarðefnisknúnum rafstöðvum ásamt hitablásurum sem hefðu nýst til húshitunar og til að bjarga bæjarfélögum til skemmri tíma frá frostskemmdum hvar sem er um landið færi rafmagn eða hiti af húsum. Stjórnvöld hafa sem fyrr sofið á verðinum og hunsað ástandið, eflaust í þeirri von að allt reddist af sjálfu sér. Höfundur er athafnamaður.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun