„Ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2024 21:00 Landsliðið náði ekki markmiði sínu um sæti í Ólympíuumspili. Vísir/Vilhelm Ísland lauk í gær keppni á Evrópumóti karla í handbolta. Niðurstaðan er 10. sæti, sem þykja vonbrigði. Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira