„Ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2024 21:00 Landsliðið náði ekki markmiði sínu um sæti í Ólympíuumspili. Vísir/Vilhelm Ísland lauk í gær keppni á Evrópumóti karla í handbolta. Niðurstaðan er 10. sæti, sem þykja vonbrigði. Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira