Handbolti

Strákarnir hans Arons unnu bronsið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson kemur heim með bronsverðlaun af Asíumótinu í handbolta.
Aron Kristjánsson kemur heim með bronsverðlaun af Asíumótinu í handbolta. Getty/Dean Mouhtaropoulos

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í bareinska landsliðinu urðu í þriðja sæti á Asíumótinu í handbolta.

Barein vann níu marka sigur á Kúveit, öðru Persaflóarík, í leiknum um þriðja sætið í dag. Lokatölur urðu 26-17.

Barein komst ekki í úrslitaleikinn eftir tap á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum í Japan í undanúrslitum en liðið vann silfur í síðustu Asíukeppni.

Liðin höfðu gert 28-28 jafntefli í milliriðlinum fyrir viku síðan en nú var Barein með frumkvæðið allan tímann.

Barein liðið byrjaði mjög leikinn vel, breytti stöðunni úr 2-2 í 8-2 með sex mörkum í röð. Liðið náði mest sjö marka mun í hálfleiknum og var 12-6 yfir í hálfleik.

Munurinn var orðinn níu mörk í upphafi seinni hálfleiksins, 16-7, og því löngu ljóst að strákarnir hans Arons væru að fara að landa bronsinu.

Seinna í dag mun Dagur Sigurðsson stýra japanska landsliðinu í úrslitaleiknum á móti Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×