Skerðingar eru eðlilegur hluti af rekstri raforkukerfisins Magnús Sigurðsson skrifar 26. janúar 2024 10:02 Íslenski raforkumarkaðurinn er einangrað vatnsorkukerfi án tiltæks varaafls til orkuframleiðslu og nær eina slíka vatnsorkukerfið í heiminum. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á hvernig þarf að stýra rekstri kerfisins. Talsverður hluti orkuvinnslunnar er unninn úr jarðvarma, en vatnsorkuþátturinn er ráðandi. Kerfið byggir á tveimur grunnstoðum sem hefur tryggt Íslendingum ódýra og örugga raforku í áratugi. Önnur stoðin er hátt hlutfall orkufreks iðnaðar í raforkunotkun á Íslandi. Á meðan á uppbyggingu kerfisins stóð tryggðu tekjur af orkusölu til þessara stórnotenda að unnt var að byggja stórar og hagkvæmar virkjanir og tengja alla landshluta með víðtæku flutningskerfi raforku. Nú þegar búið er að borga upp stóran hluta raforkukerfisins skapar þessi orkusala miklar tekjur fyrir þjóðarbúið og gerir um leið kleift að standa að frekari uppbyggingu kerfisins. Þar sem íslensk raforka er 100% endurnýjanleg er mikil eftirspurn eftir henni sem tryggir enn frekar uppbyggingu raforkuiðnaðar ef rétt er á málum haldið. Hin stoðin er sveigjanlegir raforkusamningar við stórnotendur raforku. Vægi þessa þáttar er minna þekktur og því mikilvægt að útskýra virkni sveigjanleikans og um leið hversu auðvelt er að veikja þessa stoð ef rangar ákvarðanir eru teknar. Nauðsynlegur sveigjanleiki Meginauðlind raforkukerfisins er fallorka. Rennsli í ám er árstíðabundið, munur á milli sumars og vetrar getur verið mikill en miðlunarlón ná að jafna hann að mestu. En það er einnig talsverður breytileiki í rennsli á milli ára og þar koma sveigjanlegir orkusamningar til hjálpar. Þessi breytileiki rennslis er ófyrirsjáanlegur en áratuga mælingar og þekking á eðli fallvatna gefur okkur mikilvægar vísbendingar og þá sérstaklega hvert væntanlegt lágmark getur orðið. Það gerir okkur kleift að meta hve mikinn sveigjanleika þarf til svo hægt sé að vinna raforku úr rennsli sem nemur meðalrennsli á vatnasviðum kerfisins. Þau ár sem innrennsli er í meðallagi eða betra má afhenda alla umsamda raforku frá kerfinu en þegar innrennsli er minna má nýta sveigjanlega orkusamninga til að minnka orkuvinnsluna sem nemur minnkun rennslisins. Afhending á forgangsorku er þó áfram tryggð. Ef þessi háttur væri ekki hafður á þyrfti að hanna kerfið þannig að afhending á allri raforku væri tryggð og vinnslugeta kerfisins væri þá miðuð við minnsta þekkta innrennslið. Nýting auðlindarinnar yrði mun lakari því allt rennsli umfram þurrasta árið myndi ekki nýtast. En hverju munar? Miðað við núverandi vinnslukerfi Landsvirkjunar getur munað allt að 800 GWst á ári. Þetta er munurinn á að vinnslugetan miðist við þurrasta árið annars vegar eða við meðalrennsli á viðkomandi vatnasviðum hins vegar. Fjárhagslegur ávinningur sveigjanlegu raforkusamninganna er því mikill, þessi aukna orkusala gæti numið 5 milljörðum kr. á ári. Önnur leið til að varpa ljósi á þennan ávinning er að meta aukna fjárfestingu sem þyrfti til að geta unnið þessa orku með nýjum virkjunum. Til að vinna 800 GWst þyrfti um 120 MW vatnsaflsvirkjun sem gæti kostað allt að 80-100 milljarða króna. Þetta samsvarar u.þ.b. einni Sultartangastöð. Hér er því um mikla hagsmuni og fjárhæðir að ræða og mjög varhugavert að breyta umhverfi íslenska raforkukerfisins þannig að þessir samningar um sveigjanlega afhendingu falli niður. Stígum varlega til jarðar En hvernig hafa þessir samningar verið nýttir? Á undanförnum tíu árum hafa komið þrjú þar sem Landsvirkjun hefur reynst nauðsynlegt að takmarka afhendingu á sveigjanlegri orku vegna þurrkatíðar. Þetta er ekki óeðlileg tíðni þurra vatnsára. Lauslega reiknað nema þessar skerðingar aðeins um 10% af þeirri orku sem unnt var að selja út frá því viðmiði að miða getuna við meðalrennsli frekar en minnsta þekkta rennsli. Þessar aðstæður kallast ekki orkuskortur. Þetta er eðlileg virkni í rekstri kerfisins sem tryggir í raun raforkuöryggi á Íslandi. En hvað er þá orkuskortur? Orkuskortur er þegar takmarka þarf afhendingu á forgangsorku til almennings eða fyrirtækja, þ.e. þeirri orku sem við höfum lofað að afhenda hverju sinni. Því væri skaðlegt að breyta umgjörð íslenska raforkuiðnaðarins með laga- eða reglugerðarbreytingum sem myndi hamla þessari virkni kerfisins. Það er mikilvægt að þekking og yfirsýn liggi að baki slíkum ákvörðunum. Ýmsar langlífar mýtur geta þó truflað ákvörðunarferlið. Tökum dæmi: Fullyrðing: Það er orkuskortur á yfirstandandi vetri. Þetta er rangt! Það er ekki orkuskortur. Landsvirkjun mun tryggja að allir samningar um afhendingu forgangsorku til stórnotenda og í heildsölu séu tryggðir. En það hefur verið lélegt vatnsár hingað til og Landsvirkjun þarf að nýta heimildir til að skerða afhendingu til viðskiptavina með samninga sem kveða á um slíkt, einmitt til að koma í veg fyrir orkuskort. Landsvirkjun vinnur náið með þessum viðskiptavinum, þeir þekkja samninga sína og eru meðvitaðir um hvað veldur því að það þurfi að takmarka orkuvinnslu frá kerfinu. Við gerð þessara samninga er ávallt farið mjög vel yfir þá aðferðafræði og forsendur sem stýra ákvörðunum um skerðingar, en auðvitað hafa þær áhrif á rekstur þessara viðskiptavina. Fullyrðing: Íslenskur almenningur þarf að niðurgreiða raforku til stóriðju. Þetta er rangt! Hraðinn á uppbyggingu samtengds kerfis með stórum vatnsaflsvirkjunum hefði ekki verið gerlegur nema með samhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú eru Íslendingar í mjög öfundsverðri stöðu, raforkuverð til almennings er lágt, orkuöryggi hefur verið tryggt hingað til, miklar tekjur skila sér inn í þjóðarbúið vegna sölu á raforku til stórnotenda og allt er þetta endurnýjanleg orka. Þar að auki er nýting uppsett afls til raforkuframleiðslu með því hæsta sem gerist í vatnsaflskerfum í heiminum. Frábær árangur. Spurning: Er þá ekki allt í himnalagi? Nei! Því miður. Hér hafa stjórnvöld brugðist. Í öllum þróuðum hagkerfum setja stjórnvöld stefnuna í orkumálum og tryggja snurðulausa uppbyggingu orkuvinnslu svo samfélag og atvinnulíf þróist eðlilega. Hér hafa stjórnvöld frekar sett stein í götu eðlilegrar framþróunar en hitt. Jafnvel þótt það blasi við að orkuskortur geti orðið á næstu árum er ekkert að gert, eða að minnsta kosti allt of lítið, allt of seint. Höfundur er sérfræðingur á deild vinnsluáætlana hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Íslenski raforkumarkaðurinn er einangrað vatnsorkukerfi án tiltæks varaafls til orkuframleiðslu og nær eina slíka vatnsorkukerfið í heiminum. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á hvernig þarf að stýra rekstri kerfisins. Talsverður hluti orkuvinnslunnar er unninn úr jarðvarma, en vatnsorkuþátturinn er ráðandi. Kerfið byggir á tveimur grunnstoðum sem hefur tryggt Íslendingum ódýra og örugga raforku í áratugi. Önnur stoðin er hátt hlutfall orkufreks iðnaðar í raforkunotkun á Íslandi. Á meðan á uppbyggingu kerfisins stóð tryggðu tekjur af orkusölu til þessara stórnotenda að unnt var að byggja stórar og hagkvæmar virkjanir og tengja alla landshluta með víðtæku flutningskerfi raforku. Nú þegar búið er að borga upp stóran hluta raforkukerfisins skapar þessi orkusala miklar tekjur fyrir þjóðarbúið og gerir um leið kleift að standa að frekari uppbyggingu kerfisins. Þar sem íslensk raforka er 100% endurnýjanleg er mikil eftirspurn eftir henni sem tryggir enn frekar uppbyggingu raforkuiðnaðar ef rétt er á málum haldið. Hin stoðin er sveigjanlegir raforkusamningar við stórnotendur raforku. Vægi þessa þáttar er minna þekktur og því mikilvægt að útskýra virkni sveigjanleikans og um leið hversu auðvelt er að veikja þessa stoð ef rangar ákvarðanir eru teknar. Nauðsynlegur sveigjanleiki Meginauðlind raforkukerfisins er fallorka. Rennsli í ám er árstíðabundið, munur á milli sumars og vetrar getur verið mikill en miðlunarlón ná að jafna hann að mestu. En það er einnig talsverður breytileiki í rennsli á milli ára og þar koma sveigjanlegir orkusamningar til hjálpar. Þessi breytileiki rennslis er ófyrirsjáanlegur en áratuga mælingar og þekking á eðli fallvatna gefur okkur mikilvægar vísbendingar og þá sérstaklega hvert væntanlegt lágmark getur orðið. Það gerir okkur kleift að meta hve mikinn sveigjanleika þarf til svo hægt sé að vinna raforku úr rennsli sem nemur meðalrennsli á vatnasviðum kerfisins. Þau ár sem innrennsli er í meðallagi eða betra má afhenda alla umsamda raforku frá kerfinu en þegar innrennsli er minna má nýta sveigjanlega orkusamninga til að minnka orkuvinnsluna sem nemur minnkun rennslisins. Afhending á forgangsorku er þó áfram tryggð. Ef þessi háttur væri ekki hafður á þyrfti að hanna kerfið þannig að afhending á allri raforku væri tryggð og vinnslugeta kerfisins væri þá miðuð við minnsta þekkta innrennslið. Nýting auðlindarinnar yrði mun lakari því allt rennsli umfram þurrasta árið myndi ekki nýtast. En hverju munar? Miðað við núverandi vinnslukerfi Landsvirkjunar getur munað allt að 800 GWst á ári. Þetta er munurinn á að vinnslugetan miðist við þurrasta árið annars vegar eða við meðalrennsli á viðkomandi vatnasviðum hins vegar. Fjárhagslegur ávinningur sveigjanlegu raforkusamninganna er því mikill, þessi aukna orkusala gæti numið 5 milljörðum kr. á ári. Önnur leið til að varpa ljósi á þennan ávinning er að meta aukna fjárfestingu sem þyrfti til að geta unnið þessa orku með nýjum virkjunum. Til að vinna 800 GWst þyrfti um 120 MW vatnsaflsvirkjun sem gæti kostað allt að 80-100 milljarða króna. Þetta samsvarar u.þ.b. einni Sultartangastöð. Hér er því um mikla hagsmuni og fjárhæðir að ræða og mjög varhugavert að breyta umhverfi íslenska raforkukerfisins þannig að þessir samningar um sveigjanlega afhendingu falli niður. Stígum varlega til jarðar En hvernig hafa þessir samningar verið nýttir? Á undanförnum tíu árum hafa komið þrjú þar sem Landsvirkjun hefur reynst nauðsynlegt að takmarka afhendingu á sveigjanlegri orku vegna þurrkatíðar. Þetta er ekki óeðlileg tíðni þurra vatnsára. Lauslega reiknað nema þessar skerðingar aðeins um 10% af þeirri orku sem unnt var að selja út frá því viðmiði að miða getuna við meðalrennsli frekar en minnsta þekkta rennsli. Þessar aðstæður kallast ekki orkuskortur. Þetta er eðlileg virkni í rekstri kerfisins sem tryggir í raun raforkuöryggi á Íslandi. En hvað er þá orkuskortur? Orkuskortur er þegar takmarka þarf afhendingu á forgangsorku til almennings eða fyrirtækja, þ.e. þeirri orku sem við höfum lofað að afhenda hverju sinni. Því væri skaðlegt að breyta umgjörð íslenska raforkuiðnaðarins með laga- eða reglugerðarbreytingum sem myndi hamla þessari virkni kerfisins. Það er mikilvægt að þekking og yfirsýn liggi að baki slíkum ákvörðunum. Ýmsar langlífar mýtur geta þó truflað ákvörðunarferlið. Tökum dæmi: Fullyrðing: Það er orkuskortur á yfirstandandi vetri. Þetta er rangt! Það er ekki orkuskortur. Landsvirkjun mun tryggja að allir samningar um afhendingu forgangsorku til stórnotenda og í heildsölu séu tryggðir. En það hefur verið lélegt vatnsár hingað til og Landsvirkjun þarf að nýta heimildir til að skerða afhendingu til viðskiptavina með samninga sem kveða á um slíkt, einmitt til að koma í veg fyrir orkuskort. Landsvirkjun vinnur náið með þessum viðskiptavinum, þeir þekkja samninga sína og eru meðvitaðir um hvað veldur því að það þurfi að takmarka orkuvinnslu frá kerfinu. Við gerð þessara samninga er ávallt farið mjög vel yfir þá aðferðafræði og forsendur sem stýra ákvörðunum um skerðingar, en auðvitað hafa þær áhrif á rekstur þessara viðskiptavina. Fullyrðing: Íslenskur almenningur þarf að niðurgreiða raforku til stóriðju. Þetta er rangt! Hraðinn á uppbyggingu samtengds kerfis með stórum vatnsaflsvirkjunum hefði ekki verið gerlegur nema með samhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú eru Íslendingar í mjög öfundsverðri stöðu, raforkuverð til almennings er lágt, orkuöryggi hefur verið tryggt hingað til, miklar tekjur skila sér inn í þjóðarbúið vegna sölu á raforku til stórnotenda og allt er þetta endurnýjanleg orka. Þar að auki er nýting uppsett afls til raforkuframleiðslu með því hæsta sem gerist í vatnsaflskerfum í heiminum. Frábær árangur. Spurning: Er þá ekki allt í himnalagi? Nei! Því miður. Hér hafa stjórnvöld brugðist. Í öllum þróuðum hagkerfum setja stjórnvöld stefnuna í orkumálum og tryggja snurðulausa uppbyggingu orkuvinnslu svo samfélag og atvinnulíf þróist eðlilega. Hér hafa stjórnvöld frekar sett stein í götu eðlilegrar framþróunar en hitt. Jafnvel þótt það blasi við að orkuskortur geti orðið á næstu árum er ekkert að gert, eða að minnsta kosti allt of lítið, allt of seint. Höfundur er sérfræðingur á deild vinnsluáætlana hjá Landsvirkjun.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun