„Sá á öllu fasi hans hvað þetta skipti hann ógeðslega miklu máli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 13:31 Aron Pálmarsson var mjög svekktur í leiklok þrátt fyrir sigur. Sigurinn var ekki nógu stór og íslenska liðið komst ekki í umspil Ólympíuleikana. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flott fyrirliðamót og leiddi íslenska liðið á Evrópumótinu í handbolta. Aron fékk líka hrós frá strákunum í Besta sætinu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira