Tímar útlagans Ástþór Jóhannsson skrifar 25. janúar 2024 07:31 Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn. Hér er uppástunga til borgaryfirvalda: Fyrir vestan gamla kirkjugarðinn stendur stytta Einars Jónssonar, „Útlaginn" – of mörgum gleymd og löngu horfin í þyrnirósuskóg, eins og HKL sá fyrir. Er ekki tilvalið á tímum hörmunga, þingmanna og ráherrateymis sem er lostið „forréttindaskelfingu“ að færa útlagann með fjölskyldu sína, það sem eftir er af henni og hund, yfir í Lækjargötuna og minna á að flóttamenn eru til á öllum tímum, meira að segja á Íslandi; náttúruhamfarirnar á ýmsum öldum, Ameríkuferðirnar, flótti undan harðráðum og óréttlátum stjórnvöldum, tímabundnum efnahagskreppum - muniði - við höfum blessunarlega ennþá að mestu leyti sloppið við árásarstríð? Mannlegar hörmungar eru ekki um öll ár og aldir bundnar við einn og sama heimshlutann og það ber ekki allt upp á sama daginn. Að sjálfsögðu. Það eru milljónir foreldra í heiminum sem hafa orðið að sætta sig við að svona er staðan. Milljónir fólks á flótta sem finnst allt tal um framtíðina hljóma eins og foréttindi og munaður. Það reynir að komast lífs af og bjarga sér frá náttúruhamförum, loftslagsbreytingum, efnahagsskaða, stríðsátökum, komast burt úr þrotríkjum sem hafa orðið glæpum og græðgi að bráð, reyna að hjara á lífi frá einni stundu til annarar, til að komast úr öllu þessu helvíti á skárri staði, einmitt í þessum orðum lesnum. Útlaginn er án efa mest aktúelt minnismerkið sem nú er uppi á opinberum stað hér í höfuðborginni og mundi sóma sér vel á fjölfarnari slóðum en nú er. Útlaginn í Lækjargötu væri þörf áminning á forréttindablindu og samhygð. Tímanna tákn. Höfundur er íbúi í Reykjavík, sem þurfti unglingur að flýja frá æskustöðvum sínum í Eyjum vegna eldgoss 1973 og telur sig alla tíð síðan í hópi þeirra heppnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn. Hér er uppástunga til borgaryfirvalda: Fyrir vestan gamla kirkjugarðinn stendur stytta Einars Jónssonar, „Útlaginn" – of mörgum gleymd og löngu horfin í þyrnirósuskóg, eins og HKL sá fyrir. Er ekki tilvalið á tímum hörmunga, þingmanna og ráherrateymis sem er lostið „forréttindaskelfingu“ að færa útlagann með fjölskyldu sína, það sem eftir er af henni og hund, yfir í Lækjargötuna og minna á að flóttamenn eru til á öllum tímum, meira að segja á Íslandi; náttúruhamfarirnar á ýmsum öldum, Ameríkuferðirnar, flótti undan harðráðum og óréttlátum stjórnvöldum, tímabundnum efnahagskreppum - muniði - við höfum blessunarlega ennþá að mestu leyti sloppið við árásarstríð? Mannlegar hörmungar eru ekki um öll ár og aldir bundnar við einn og sama heimshlutann og það ber ekki allt upp á sama daginn. Að sjálfsögðu. Það eru milljónir foreldra í heiminum sem hafa orðið að sætta sig við að svona er staðan. Milljónir fólks á flótta sem finnst allt tal um framtíðina hljóma eins og foréttindi og munaður. Það reynir að komast lífs af og bjarga sér frá náttúruhamförum, loftslagsbreytingum, efnahagsskaða, stríðsátökum, komast burt úr þrotríkjum sem hafa orðið glæpum og græðgi að bráð, reyna að hjara á lífi frá einni stundu til annarar, til að komast úr öllu þessu helvíti á skárri staði, einmitt í þessum orðum lesnum. Útlaginn er án efa mest aktúelt minnismerkið sem nú er uppi á opinberum stað hér í höfuðborginni og mundi sóma sér vel á fjölfarnari slóðum en nú er. Útlaginn í Lækjargötu væri þörf áminning á forréttindablindu og samhygð. Tímanna tákn. Höfundur er íbúi í Reykjavík, sem þurfti unglingur að flýja frá æskustöðvum sínum í Eyjum vegna eldgoss 1973 og telur sig alla tíð síðan í hópi þeirra heppnu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar