Skýrsla Henrys: Gömlu kempurnar héldu draumnum á lífi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 19:26 Aron og Bjarki Már fagna sigrinum sæta í dag. vísir/vilhelm Þetta verður ekki mikið íslenskara. Þegar allir, og afi þeirra líka, eru búnir að afskrifa strákana okkar sparka þeir fast frá sér. Sögulegur sigur á Króatíu heldur ÓL-draumnum á lífi. Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjá meira
Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjá meira