Áhorfandi hljóp niður súperstjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 15:01 Caitlin Clark er magnaður leikmaður en það hefði getað farið illa í gær. Getty/Andy Lyons Bandaríska körfuboltakonan Caitlin Clark átti frábæran leik með Iowa háskólanum en það dugði þó ekki til sigurs í gær og eftir leik munaði litlu að súperstjarna bandaríska háskólakörfuboltans meiddist illa. Clark hefur stóraukið áhuga Bandaríkjamanna á kvennakörfuboltanum og aðsóknin á leiki margfaldast þegar hún mætir á svæðið. Hún stendur líka undir nafni og býður upp á hverja súperframmistöðuna á fætur annarri. Clark nálgast líka óðum stigamet háskólaboltans og er öðrum fremur ástæðan fyrir því að Iowa skólinn er að ógna risunum í háskólaboltanum. 45 stig hennar dugðu hins vegar ekki til sigurs á Ohio State í gær. Ohio State vann 100-92 eftir framlengdan leik. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Stuðningsfólk Ohio State, flestir nemendur við skólann, hlupu inn á völlinn í leikslok til að fagna sigrinum. Clark reyndi að komast sem fyrst af vellinum og til búningsklefa en ekki vildi betur til en að einn af áhorfendunum sem var að hlaupa inn á völlinn hljóp hana niður. Algjörlega óviljandi. Clark sá ekki áhorfandann og steinlá í gólfinu. Liðsfélagar hjálpuðu henni af velli og hún ræddi þetta atvik eftir leikinn. „Ég sá að þau voru hlaupa inn á völlinn sem var í fínu lagi. Gott fyrir þeirra nemendur og frábær sigur hjá þeim,“ sagði Caitlin Clark. Hún sagðist hafa fengið þungt högg og það hafi komið henni algjörlega að óvörum þegar hún sjálf var að reyna að komast sem fyrst í öruggt skjól. „Þetta var frekar óhugnanlegt enda hefði ég getað meiðst illa þarna,“ sagði Clark en þjálfari hennar var reið. „Svona á ekki að geta gerst. Okkar leikmenn ættu að vera öruggir og ætti að geta gengið óhultar af velli. Það er auðvitað mikil vonbrigði að leikmenn okkar geti meiðst á leiðinni til búningsklefa. Það er bara rangt,“ sagði Lisa Bluder, þjálfari Iowa. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Clark hefur stóraukið áhuga Bandaríkjamanna á kvennakörfuboltanum og aðsóknin á leiki margfaldast þegar hún mætir á svæðið. Hún stendur líka undir nafni og býður upp á hverja súperframmistöðuna á fætur annarri. Clark nálgast líka óðum stigamet háskólaboltans og er öðrum fremur ástæðan fyrir því að Iowa skólinn er að ógna risunum í háskólaboltanum. 45 stig hennar dugðu hins vegar ekki til sigurs á Ohio State í gær. Ohio State vann 100-92 eftir framlengdan leik. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Stuðningsfólk Ohio State, flestir nemendur við skólann, hlupu inn á völlinn í leikslok til að fagna sigrinum. Clark reyndi að komast sem fyrst af vellinum og til búningsklefa en ekki vildi betur til en að einn af áhorfendunum sem var að hlaupa inn á völlinn hljóp hana niður. Algjörlega óviljandi. Clark sá ekki áhorfandann og steinlá í gólfinu. Liðsfélagar hjálpuðu henni af velli og hún ræddi þetta atvik eftir leikinn. „Ég sá að þau voru hlaupa inn á völlinn sem var í fínu lagi. Gott fyrir þeirra nemendur og frábær sigur hjá þeim,“ sagði Caitlin Clark. Hún sagðist hafa fengið þungt högg og það hafi komið henni algjörlega að óvörum þegar hún sjálf var að reyna að komast sem fyrst í öruggt skjól. „Þetta var frekar óhugnanlegt enda hefði ég getað meiðst illa þarna,“ sagði Clark en þjálfari hennar var reið. „Svona á ekki að geta gerst. Okkar leikmenn ættu að vera öruggir og ætti að geta gengið óhultar af velli. Það er auðvitað mikil vonbrigði að leikmenn okkar geti meiðst á leiðinni til búningsklefa. Það er bara rangt,“ sagði Lisa Bluder, þjálfari Iowa. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira