Áföll í Grindavík Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 21. janúar 2024 23:50 Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. Útsendingin sameinaði þjóðina í samstöðu með Grindvíkingum en upplifun okkar sem ekki erum heimafólk er eðlisólík því áfalli sem bæjarbúar eru að verða fyrir. Bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson, hefur af yfirvegun miðlað til þjóðarinnar upplifun Grindvíkinga en hann sagði í kjölfar eldgossins: „Þetta eru einstakar aðstæður. Við erum ekki bara beygð lengur, heldur brotin“. Áföll og áfallastreita Eldgosið í Grindavík hefur sýnt okkur þær framfarir sem orðið hafa í faglegri nálgun við þau sem upplifa áföll. Samstaða og samhyggð þjóðarinnar er sú sama nú og fyrir hálfri öld þegar Vestmannaeyingar stóðu í sambærilegum sporum, en vinnubrögð fagfólks og þekking á áföllum hefur stóraukist. Áföll hafa fylgt mannkyninu frá upphafi vega en rannsóknir á áföllum, afleiðingum þeirra og viðbrögðum á borð við áfallahjálp komu fram á níunda áratug síðustu aldar og var rætt um áfallahjálp hér á landi í fyrsta sinn í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri. Það er okkar gæfa að áföll hérlendis einskorðast að mestu leiti við náttúruvár en víða erlendis eru það stríðsátök sem helst valda áföllum. Þekking okkar á langvarandi áhrifum djúpstæðra áfalla, áfallastreituröskun, byggir á rannsóknum á hermönnum sem snúið hafa heim eftir herþjónustu og fólki sem flúið hefur frá átakasvæðum. Þeim fjölgar í okkar samfélagi sem hafa slíka áfallasögu frá sínu heimalandi. Áfallahjálp Áfallahjálp er ekki meðferð, enda eru viðbrögð við áföllum eðlileg. Sálrænn stuðningur er best veittur af þeim sem standa viðkomandi næst, fjölskyldu og vinum. Það er því öllum mikilvægt að þekkja helstu einkenni áfalla og áfallahjálpar til að geta gagnast öðrum, en flest þekkjum við Grindvíkinga sem þarfnast stuðnings. Grunnviðmiðin eru að þvinga ekki fram aðstoð, heldur að leitast við að skilja aðstæður viðkomandi með varfærnum spurningum. Samskipti skipta öllu máli og það er mikilvægt að eiga frumkvæði að samskiptum til að láta vita að þú sért til staðar. Sýna þarf því skilning ef viðkomandi sýnir sterk viðbrögð, en streita af völdum áfalla getur kallað fram margskonar upplifanir á borð við að endurupplifa atburðinn, martraðir, einsemd, sektarkennd, sjálfsásakanir, reiði og kvíða. Áfallastreituviðbrögð eru eðlileg líkamleg, hugræn og tilfinningaleg viðbrögð við áföllum. Það ber ætíð að virða ákvarðanir fólks og forðast að bera fram skoðanir, gagnrýni eða fyrirheiti um þær aðstæður sem viðkomandi er í. Það er oft hægt að gera mikið gagn með því að vera til staðar fyrir aðra, hlusta og styðja, án þess að ætlast til neins í staðin. Þá gefur það auga leið að það sem manneskja í áfalli deilir, skuli alltaf fara með sem trúnaðarmál. Áfallarýni Rannsóknir á áföllum hafa jafnframt veitt nýju ljósi á menningu okkar og áfallarýni (trauma-studies) hefur á þessari öld rutt sér til rúms í hugvísindum sem túlkunarlykill fyrir margvísleg bókmenntaverk, Biblíuna þar á meðal. Margir af þekktustu textum ritningarinnar eru ortir í kjölfar áfalla og má þar nefna Davíðssálm 137, Við Babýlonsfljót, sem ortur var í kjölfar herleiðingar Babýlóníumanna árið 597 fyrir Krist. Prestur innflytjenda og hælisleitenda, Ása Laufey Sæmundsdóttir, skrifaði meistararitgerð um það efni sem aðgengileg er á Skemmunni. Með því að segja sögur og yrkja um atburði skapast rými til að vinna úr áföllum og áfallarýni veitir nýja innsýn inn í tilurð slíkra texta. Styrkur samfélagsins Skrefin sem Grindvíkingar standa frammi fyrir eru stór og þjóðin öll þarf að sýna það í verki að þau standa ekki ein. Fyrsta skrefið er að viðra þann sársauka og það áfall sem Grindvíkingar eru að upplifa og að virða tilfinningar þeirra. Með orðum Fannars Jónassonar, „Við erum ekki bara beygð lengur heldur brotin“. Þá standa Grindvíkingar frammi fyrir sorgarferli, þar sem syrgt er það mannslíf sem glataðist þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í ótrygga jörð, sem og það samfélag sem Grindvíkingar sjá ekki fram á að endurheimta að fullu. Samfélag Grindvíkinga er jafnframt uppspretta þess styrks sem mun koma þeim og þjóðinni allri í gegnum þetta áfall. Það var erindi Fannars Jónassonar þennan örlagaríka morgun eftir að eldurinn hafði eytt þremur húsum í Hópahverfi: „Við vitum að við höfum þjóðina með okkur í þessu og hlýhugur mikill, en við verðum að fá víðtækan stuðning og það er verið að vinna að því hörðum höndum.“ Viðbrögð okkar við áföllum hafa í gegnum árin sýnt Íslendingum að við erum ein þjóð í einu landi, samfélag sem stendur saman og byggir viðlagasjóðshús og varnargarða þegar við á. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. --- https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-14-ekki-bara-beygd-heldur-brotin-402225/ Ritgerð Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur: https://skemman.is/handle/1946/40352 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Sigurvin Lárus Jónsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. Útsendingin sameinaði þjóðina í samstöðu með Grindvíkingum en upplifun okkar sem ekki erum heimafólk er eðlisólík því áfalli sem bæjarbúar eru að verða fyrir. Bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson, hefur af yfirvegun miðlað til þjóðarinnar upplifun Grindvíkinga en hann sagði í kjölfar eldgossins: „Þetta eru einstakar aðstæður. Við erum ekki bara beygð lengur, heldur brotin“. Áföll og áfallastreita Eldgosið í Grindavík hefur sýnt okkur þær framfarir sem orðið hafa í faglegri nálgun við þau sem upplifa áföll. Samstaða og samhyggð þjóðarinnar er sú sama nú og fyrir hálfri öld þegar Vestmannaeyingar stóðu í sambærilegum sporum, en vinnubrögð fagfólks og þekking á áföllum hefur stóraukist. Áföll hafa fylgt mannkyninu frá upphafi vega en rannsóknir á áföllum, afleiðingum þeirra og viðbrögðum á borð við áfallahjálp komu fram á níunda áratug síðustu aldar og var rætt um áfallahjálp hér á landi í fyrsta sinn í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri. Það er okkar gæfa að áföll hérlendis einskorðast að mestu leiti við náttúruvár en víða erlendis eru það stríðsátök sem helst valda áföllum. Þekking okkar á langvarandi áhrifum djúpstæðra áfalla, áfallastreituröskun, byggir á rannsóknum á hermönnum sem snúið hafa heim eftir herþjónustu og fólki sem flúið hefur frá átakasvæðum. Þeim fjölgar í okkar samfélagi sem hafa slíka áfallasögu frá sínu heimalandi. Áfallahjálp Áfallahjálp er ekki meðferð, enda eru viðbrögð við áföllum eðlileg. Sálrænn stuðningur er best veittur af þeim sem standa viðkomandi næst, fjölskyldu og vinum. Það er því öllum mikilvægt að þekkja helstu einkenni áfalla og áfallahjálpar til að geta gagnast öðrum, en flest þekkjum við Grindvíkinga sem þarfnast stuðnings. Grunnviðmiðin eru að þvinga ekki fram aðstoð, heldur að leitast við að skilja aðstæður viðkomandi með varfærnum spurningum. Samskipti skipta öllu máli og það er mikilvægt að eiga frumkvæði að samskiptum til að láta vita að þú sért til staðar. Sýna þarf því skilning ef viðkomandi sýnir sterk viðbrögð, en streita af völdum áfalla getur kallað fram margskonar upplifanir á borð við að endurupplifa atburðinn, martraðir, einsemd, sektarkennd, sjálfsásakanir, reiði og kvíða. Áfallastreituviðbrögð eru eðlileg líkamleg, hugræn og tilfinningaleg viðbrögð við áföllum. Það ber ætíð að virða ákvarðanir fólks og forðast að bera fram skoðanir, gagnrýni eða fyrirheiti um þær aðstæður sem viðkomandi er í. Það er oft hægt að gera mikið gagn með því að vera til staðar fyrir aðra, hlusta og styðja, án þess að ætlast til neins í staðin. Þá gefur það auga leið að það sem manneskja í áfalli deilir, skuli alltaf fara með sem trúnaðarmál. Áfallarýni Rannsóknir á áföllum hafa jafnframt veitt nýju ljósi á menningu okkar og áfallarýni (trauma-studies) hefur á þessari öld rutt sér til rúms í hugvísindum sem túlkunarlykill fyrir margvísleg bókmenntaverk, Biblíuna þar á meðal. Margir af þekktustu textum ritningarinnar eru ortir í kjölfar áfalla og má þar nefna Davíðssálm 137, Við Babýlonsfljót, sem ortur var í kjölfar herleiðingar Babýlóníumanna árið 597 fyrir Krist. Prestur innflytjenda og hælisleitenda, Ása Laufey Sæmundsdóttir, skrifaði meistararitgerð um það efni sem aðgengileg er á Skemmunni. Með því að segja sögur og yrkja um atburði skapast rými til að vinna úr áföllum og áfallarýni veitir nýja innsýn inn í tilurð slíkra texta. Styrkur samfélagsins Skrefin sem Grindvíkingar standa frammi fyrir eru stór og þjóðin öll þarf að sýna það í verki að þau standa ekki ein. Fyrsta skrefið er að viðra þann sársauka og það áfall sem Grindvíkingar eru að upplifa og að virða tilfinningar þeirra. Með orðum Fannars Jónassonar, „Við erum ekki bara beygð lengur heldur brotin“. Þá standa Grindvíkingar frammi fyrir sorgarferli, þar sem syrgt er það mannslíf sem glataðist þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í ótrygga jörð, sem og það samfélag sem Grindvíkingar sjá ekki fram á að endurheimta að fullu. Samfélag Grindvíkinga er jafnframt uppspretta þess styrks sem mun koma þeim og þjóðinni allri í gegnum þetta áfall. Það var erindi Fannars Jónassonar þennan örlagaríka morgun eftir að eldurinn hafði eytt þremur húsum í Hópahverfi: „Við vitum að við höfum þjóðina með okkur í þessu og hlýhugur mikill, en við verðum að fá víðtækan stuðning og það er verið að vinna að því hörðum höndum.“ Viðbrögð okkar við áföllum hafa í gegnum árin sýnt Íslendingum að við erum ein þjóð í einu landi, samfélag sem stendur saman og byggir viðlagasjóðshús og varnargarða þegar við á. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. --- https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-14-ekki-bara-beygd-heldur-brotin-402225/ Ritgerð Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur: https://skemman.is/handle/1946/40352
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun