Ótrúlegur endasprettur og Danir komnir langleiðina í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2024 21:14 Mathias Gidsel skoraði tíu fyrir Dani í kvöld. Stuart Franklin/Getty Images Danir stigu stórt skref í átt að undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta er liðið vann eins marks sigur gegn Svíum í kvöld, 28-27. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og munurinn varð aldrei meiri en eitt mark stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það breyttist þó í stöðunni 12-12 þegar Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komu sér í góða stöðu fyrir lokasprett hálfleiksins. Svíar gerðu þó vel og minnkuðu muninn fyrir hlé, staðan 17-15 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Danska liðið hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn, þó munurinn hafi aldrei orðið meiri en fjögur mörk. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka virtust Danir vera komnir með þetta, en þá skoruðu Svíar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í 28-27 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Emil Nielsen just moonwalked all over Sweden's dreams with this save! 🚀💔#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/u00zMmBvKr— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 Eftir afar langa sókn tókst Dönum þó að skora manni fleiri og vistust vera að tryggja sér dramatískan tveggja marka sigur, 29-27. Svíar gáfu markið þó ekki þegjandi og hljóðalaust heldur heimtuðu að dómarar leiksins færu í skjáinn góða, sem og þeir gerðu. Eftir miklar vangaveltur var mark Dana dæmt af, Svíar fengu boltann og slatta bætt við á klukkuna. Enn voru 17 sekúndur eftir og Svíar fengu því ótrúlegt tækifæri til að jafna metin. Svíar nýttu sóknina vel og komu sér í algjört dauðafæri þar sem Oscar Bergendahl skoraði. Hins vegar var liðsfélagi hans búinn að taka sér stöðu inni í teig og markið því ekki dæmt gilt. Niðurstaðan varð því eins marks sigur Dana, 28-27, í leik sem verður helst minnst fyrir ótrúlegan, og ekki síst furðulegan, lokakafla. Danska liðið trónir á toppi milliriðilsins með sex stig, tveimur stigum meira en Svíþjóð sem situr í öðru sæti. 🇩🇰 Denmark take the win and a giant step toward the semi-finals after 𝗹𝗮𝘀𝘁-𝘀𝗲𝗰𝗼𝗻𝗱 𝗱𝗿𝗮𝗺𝗮! 😱🌟 𝐆𝐫𝐮𝐧𝐝𝐟𝐨𝐬 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐞𝐫 𝐨𝐟 𝐭𝐡𝐞 𝐌𝐚𝐭𝐜𝐡: Mathias Gidsel 🌟#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/mc0VRtpxYe— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 EM 2024 í handbolta Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Sjá meira
Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og munurinn varð aldrei meiri en eitt mark stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það breyttist þó í stöðunni 12-12 þegar Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komu sér í góða stöðu fyrir lokasprett hálfleiksins. Svíar gerðu þó vel og minnkuðu muninn fyrir hlé, staðan 17-15 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Danska liðið hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn, þó munurinn hafi aldrei orðið meiri en fjögur mörk. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka virtust Danir vera komnir með þetta, en þá skoruðu Svíar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í 28-27 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Emil Nielsen just moonwalked all over Sweden's dreams with this save! 🚀💔#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/u00zMmBvKr— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 Eftir afar langa sókn tókst Dönum þó að skora manni fleiri og vistust vera að tryggja sér dramatískan tveggja marka sigur, 29-27. Svíar gáfu markið þó ekki þegjandi og hljóðalaust heldur heimtuðu að dómarar leiksins færu í skjáinn góða, sem og þeir gerðu. Eftir miklar vangaveltur var mark Dana dæmt af, Svíar fengu boltann og slatta bætt við á klukkuna. Enn voru 17 sekúndur eftir og Svíar fengu því ótrúlegt tækifæri til að jafna metin. Svíar nýttu sóknina vel og komu sér í algjört dauðafæri þar sem Oscar Bergendahl skoraði. Hins vegar var liðsfélagi hans búinn að taka sér stöðu inni í teig og markið því ekki dæmt gilt. Niðurstaðan varð því eins marks sigur Dana, 28-27, í leik sem verður helst minnst fyrir ótrúlegan, og ekki síst furðulegan, lokakafla. Danska liðið trónir á toppi milliriðilsins með sex stig, tveimur stigum meira en Svíþjóð sem situr í öðru sæti. 🇩🇰 Denmark take the win and a giant step toward the semi-finals after 𝗹𝗮𝘀𝘁-𝘀𝗲𝗰𝗼𝗻𝗱 𝗱𝗿𝗮𝗺𝗮! 😱🌟 𝐆𝐫𝐮𝐧𝐝𝐟𝐨𝐬 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐞𝐫 𝐨𝐟 𝐭𝐡𝐞 𝐌𝐚𝐭𝐜𝐡: Mathias Gidsel 🌟#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/mc0VRtpxYe— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024
EM 2024 í handbolta Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Sjá meira