Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. janúar 2024 13:46 Kaupsamningum fjölgaði á seinni hluta síðasta árs en útvíkkun á skilyrðum hlutdeildarlán hafði vafalaust áhrif á þá fjölgun. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. Þetta kemur fram í nýjustu hagsjá Landsbankans. Þar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,5 prósent á milli mánaða í desember en hafi hækkað um 0,1 prósent í nóvember og um 0,9 prósent í október. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 2,1 prósent og fjölbýlishlutinn lækkaði um 0,02 prósent. Almennt sveiflist sérbýlishluti vísitölunnar meira en fjölbýlishlutinn. Bæði vegna mun færri samninga um sérbýli heldur en fjölbýli og vegna þess að verðið sé misjafnara milli sérbýla en fjölbýla. Sérbýli hækkað mun meira í verði en fjölbýli Árshækkun vísitölunnar náði lágmarki í 0,8 prósentum í júlí í fyrra en hefur aukist statt og stöðugt síðan. Hún mældist 3,4 prósent í nóvember og var 3,4 prósent í desember. Árshækkunin er þó enn mun minni en verðbólgan, sem mældist 7,7 prósent í desember. Samkvæmt hagsjánni gefur það til kynna að á síðustu tólf mánuðum hafi húsnæði ekki verið afgerandi drifkraftur verðbólgunnar. Árshækkun sérbýlis sé þó komin upp í 7,5 prósent. Þá kemur fram að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað milli ára síðustu átta mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu og nota vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækki þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ársbreyting raunverðs sé enn neikvæð en þó hafi dregið úr lækkuninni síðustu mánuði. Raunverðið sé nú tveimur prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Raunverðslækkunin var mest í júlí í fyrra þegar raunverðið var 5,9 prósentum lægra en í júlí árið áður. Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára Undirrituðum kaupsamningum fjölgaði á ný samanborið við fjöldann á sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um tólf prósent milli ára í september, um 21 prósent milli ára í október og um sjö prósent í nóvember. Einnig kemur fram að eftir því sem leið á síðasta ár fjölgaði hlutdeildarlánum, „enda voru skilyrði vegna slíkrar lántöku útvíkkuð um mitt ár“ segir í hagsjánni. Lánin séu ætluð fyrstu kaupendum og aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Þau hafi því gert sitt til að fjölga fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði á seinni helmingi ársins en þá voru þeir 36 prósentum fleiri en á fyrri helmingi ársins. Jafnframt voru þeir 32 prósent af öllum kaupendum á seinni helmingi ársins í stað tæplega 27 prósenta á fyrri helmingnum. Höfundar hagsjánnar telja að „hlutdeildarlánaúrræðið hafi hækkað íbúðaverð eins og það er mælt“ með því að ýta undir sölu á nýjum íbúðum sem séu almennt dýrari en þær eldri. Í mælingum á vísitölu íbúðaverðs sé ekki leiðrétt fyrir aldri íbúða og því megi ætla að vísitalan hækki eftir því sem hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir seljast. Hamfarirnar í Grindavík geti haft áhrif „Íbúðaverð heldur áfram að mjakast upp á við þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir síðasta árs og viðvarandi hátt vaxtastig. Verðþróunin næstu mánuði hlýtur að ráðast af ýmsu, ekki síst hversu hratt verðbólgan hjaðnar og því hvenær má vænta vaxtalækkana,“ segir í Hagsjánni. Þá geti hamfarirnar í Grindavík haft áhrif á markaðinn, en áhrifin fari verulega eftir því hvort og hvernig stjórnvöld bregðist við húsnæðisvanda Grindvíkinga. Einnig hafi aðilar á hluta vinnumarkaðarins lýst því yfir að hægt yrði að semja um hófstilltar launahækkanir ef stjórnvöld stigu inn í, til dæmis með úrræðum tengdum húsnæðismarkaði. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu hagsjá Landsbankans. Þar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,5 prósent á milli mánaða í desember en hafi hækkað um 0,1 prósent í nóvember og um 0,9 prósent í október. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 2,1 prósent og fjölbýlishlutinn lækkaði um 0,02 prósent. Almennt sveiflist sérbýlishluti vísitölunnar meira en fjölbýlishlutinn. Bæði vegna mun færri samninga um sérbýli heldur en fjölbýli og vegna þess að verðið sé misjafnara milli sérbýla en fjölbýla. Sérbýli hækkað mun meira í verði en fjölbýli Árshækkun vísitölunnar náði lágmarki í 0,8 prósentum í júlí í fyrra en hefur aukist statt og stöðugt síðan. Hún mældist 3,4 prósent í nóvember og var 3,4 prósent í desember. Árshækkunin er þó enn mun minni en verðbólgan, sem mældist 7,7 prósent í desember. Samkvæmt hagsjánni gefur það til kynna að á síðustu tólf mánuðum hafi húsnæði ekki verið afgerandi drifkraftur verðbólgunnar. Árshækkun sérbýlis sé þó komin upp í 7,5 prósent. Þá kemur fram að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað milli ára síðustu átta mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu og nota vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækki þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ársbreyting raunverðs sé enn neikvæð en þó hafi dregið úr lækkuninni síðustu mánuði. Raunverðið sé nú tveimur prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Raunverðslækkunin var mest í júlí í fyrra þegar raunverðið var 5,9 prósentum lægra en í júlí árið áður. Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára Undirrituðum kaupsamningum fjölgaði á ný samanborið við fjöldann á sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um tólf prósent milli ára í september, um 21 prósent milli ára í október og um sjö prósent í nóvember. Einnig kemur fram að eftir því sem leið á síðasta ár fjölgaði hlutdeildarlánum, „enda voru skilyrði vegna slíkrar lántöku útvíkkuð um mitt ár“ segir í hagsjánni. Lánin séu ætluð fyrstu kaupendum og aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Þau hafi því gert sitt til að fjölga fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði á seinni helmingi ársins en þá voru þeir 36 prósentum fleiri en á fyrri helmingi ársins. Jafnframt voru þeir 32 prósent af öllum kaupendum á seinni helmingi ársins í stað tæplega 27 prósenta á fyrri helmingnum. Höfundar hagsjánnar telja að „hlutdeildarlánaúrræðið hafi hækkað íbúðaverð eins og það er mælt“ með því að ýta undir sölu á nýjum íbúðum sem séu almennt dýrari en þær eldri. Í mælingum á vísitölu íbúðaverðs sé ekki leiðrétt fyrir aldri íbúða og því megi ætla að vísitalan hækki eftir því sem hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir seljast. Hamfarirnar í Grindavík geti haft áhrif „Íbúðaverð heldur áfram að mjakast upp á við þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir síðasta árs og viðvarandi hátt vaxtastig. Verðþróunin næstu mánuði hlýtur að ráðast af ýmsu, ekki síst hversu hratt verðbólgan hjaðnar og því hvenær má vænta vaxtalækkana,“ segir í Hagsjánni. Þá geti hamfarirnar í Grindavík haft áhrif á markaðinn, en áhrifin fari verulega eftir því hvort og hvernig stjórnvöld bregðist við húsnæðisvanda Grindvíkinga. Einnig hafi aðilar á hluta vinnumarkaðarins lýst því yfir að hægt yrði að semja um hófstilltar launahækkanir ef stjórnvöld stigu inn í, til dæmis með úrræðum tengdum húsnæðismarkaði.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira