Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2024 08:01 Leikmenn landsliðsins ósáttir eftir leikinn í gær. Vísir/vilhelm „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira