Handbolti

Ís­lensku strákarnir hlaupa mest á Evrópu­mótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigvaldi Guðjónsson er sá leikmaður sem hljóp mest allra á EM í fyrstu tveimur umferðunum.
Sigvaldi Guðjónsson er sá leikmaður sem hljóp mest allra á EM í fyrstu tveimur umferðunum. Vísir/Vilhelm

Íslenska þjóðin veit vel að strákarnir okkar í handboltalandsliðnu eru duglegir og gefa allt sitt í leikina. Dugnaður þeirra kemur líka vel fram í opinberri tölfræði mótsins.

Mótshaldarar halda nákvæmlega utan það hversu mikið allir leikmenn hlaupa í leiknum á Evrópumótinu og eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppninni þá situr íslenska liðið í efsta sætinu á þeim lista.

Íslenska liðið hljóp samtals 64,26 kílómetra í tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Serbíu og Svartfjallalandi. Það er aðeins meira en Grikkir sem voru í öðru sætinu með 63,9 kílómetra. Tékkar voru síðan í þriðja sætinu með 63,35 kílómetra.

Það vekur líka athygli að Serbar, fyrstu mótherjar Íslands á mótnu, eru í 24. og neðsta sætinu með 58,46 kílómetra en Svíar (58,84 km) og Norðmenn (58,86 km) eru fyrir ofan þá.

Næstu mótherjar Ísland, Ungverjar, voru í fjórtánda sætinu með 60,44 kílómetra í fyrstu tveimur leikjunum.

Það fylgir líka sögunni að Ísland átti líka þá tvo leikmenn sem hlupu mest en það voru hornamennirnir Sigvaldi Guðjónsson (9,56 kílómetrar) og Bjarki Már Elísson (9,19 kílómetrar).

Íslenska liðið var í efsta sætinu eftir aðra umferðina.EHF



Fleiri fréttir

Sjá meira


×