Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 08:01 Elliði Snær Viðarsson og Aron Pálmarsson eiga ungabörn heima en eru með fulla einbeitingu á stórleikinn við Ungverja í kvöld. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01