„Einar er ógeðslega góður í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 13:01 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk úr sjö skotum gegn Serbum og þar á meðal jöfnunarmarkið í lok leiks. VÍSIR/VILHELM „Það er mikið af skyttum þarna og þeir eru stórir og þungir,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins, um Svartfellingana sem Ísland þarf að eiga við á EM í handbolta í dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00