Þegar fátt er um boðleg svör Ólafur Stephensen skrifar 12. janúar 2024 14:30 Það þætti líklega stórfrétt og mikið hneyksli ef læknir á Landspítalanum fengi persónulega greitt frá lyfjafyrirtæki í hvert sinn sem hann léti spítalann kaupa ákveðið lyf. Það sama ætti við ef starfsmaður Vegagerðarinnar fengi persónulega greitt frá umboðsaðila fyrir að velja ákveðna vinnuvélategund fyrir Vegagerðina. En hvað með ríkisforstjóra, ráðuneytisstjóra eða þingmann sem fær persónulegan ávinning fyrir að velja ákveðið flugfélag þegar hann ferðast fyrir skattfé almennings? Félag atvinnurekenda hefur um langt árabil háð furðulega erfiða baráttu fyrir því að íslenzka ríkið banni að ríkisstarfsmenn geti nýtt í persónulega þágu vildarpunkta, sem þeir fá fyrir flugferðir greiddar af skattgreiðendum. Þetta er barátta fyrir hagsmunum félagsmanna FA, flugfélaga sem hafa viljað efna til samkeppni í millilandaflugi til og frá landinu og etja kappi við risann Icelandair, en er líka barátta fyrir hagsmunum skattgreiðenda og eðlilegum viðskiptaháttum. Eigum við ekki bara að tala hreint út? Það að ríkisstarfsmenn þiggi persónuleg fríðindi fyrir að ráðstaða skattfé almennings er einfaldlega spilling samkvæmt öllum venjulegum mælikvörðum, uppfyllir t.d. verknaðarlýsingu spillingar í lagalegum skilningi, sérstaklega ef það verður til þess að viðskiptum ríkisins er fremur beint til eins aðila fremur en annars. Þegar þessi mál voru til umræðu í október síðastliðnum benti forstjóri Ríkiskaupa einmitt á að vildarpunktar gætu skapað freistnivanda hjá starfsfólki ríkisins sem væri að bóka flug að „kaupa flugið heldur hjá þeim aðila sem býður þeim möguleikann á hlunnindum sem það getur síðar nýtt til persónulegra nota.“ Ólöglegt og gegn siðareglum Í október sendi FA bæði fjármálaráðherra og forseta Alþingis samtals þrjú erindi, þar sem félagið benti á að það væri ekki eingöngu sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu ævinlega hagkvæmasta kostinn þegar valið væri flug fyrir starfsmenn. Það að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þæðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum til Icelandair eða annarra flugfélaga með tryggðarkerfi væri einfaldlega bæði ólöglegt samkvæmt hegningarlögum og færi gegn siðareglum þingsins, siðareglum starfsmanna stjórnarráðsins, almennum siðareglum ríkisstarfsmanna og reglum um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA. Í erindi til fjármálaráðherra benti FA á að í síðastnefndu reglunum, um greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna, sem settar eru af fjármálaráðherra, væri eftirfarandi ákvæði: „Fríðindi og vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ FA benti á að félagið hefði upplýsingar um mörg tilvik þar sem ríkisstarfsmenn fengju vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar væru af skattgreiðendum og notuðu þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna. Spurt var hvernig eftirliti með reglunum væri háttað og hver viðurlögin væru við því ef ríkisstarfsmaður nýtti vildarpunktana í eigin þágu. Geta verið umtalsverð verðmæti Rétt er að halda því til haga að sambærilegar reglur eru í gildi víða í nágrannalöndum okkar og dæmi um að stjórnmála- og embættismenn hafi þurft að segja af sér vegna þess að þeir brutu gegn þeim. Gefið hefur verið í skyn að fríðindin, sem ríkisstarfsmenn safna sér með ferðalögum, séu svo smávægileg að það taki því ekki að æsa sig yfir því. Það er eflaust rétt hvað varðar þorra ríkisstarfsmanna, en í tilviki þeirra sem ferðast mikið og jafnvel oft á viðskiptafarrými er um umtalsverð verðmæti að ræða. Þetta eru aðallega þeir hæst settu í stjórnsýslunni, t.d. ráðherrar, ráðuneytisstjórar og forstöðumenn einhverra stofnana. Með öðrum orðum margir þeir sem mestu ráða. Ekki hefur verið upplýst hvort sá hópur hefur nýtt vildarpunkta í persónulega þágu, en það væri full ástæða til þess. Aum svör Í desember og nú í janúar bárust svör frá fjármálaráðuneytinu og Alþingi vegna þessara erinda. Óhætt er að segja að okkur hjá FA þyki svörin aum. Í svari fjármálaráðuneytisins segir m.a.: „Það er á ábyrgð ráðuneyta og stofnana að framfylgja reglunum. Stjórnendur skulu m.a. sjá til þess að fyrirkomulag og framkvæmd við kaup flugfarmiða sé í samræmi við inntak reglnanna. Ráðuneytið hyggst óska eftir því við önnur ráðuneyti að þau stuðli að frekari kynningu reglnanna fyrir stofnunum. Samkvæmt lögum um opinber fjármál ber hlutaðeigandi ráðuneytum að hafa virkt eftirlit með rekstri stofnana. Verði uppvíst um brot á reglunum ber að bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þarna má lesa á milli línanna að hingað til hafi eftirlitið með því að farið sé eftir reglunum verið lítið og stofnanir ríkisins og starfsmenn þeirra ekki einu sinni almennilega upplýst um tilvist þeirra. Í svari skrifstofu Alþingis segir að eftir að erindi FA barst, hafi Fly Play kært þingið til kærunefndar útboðsmála vegna flugfarmiðainnkaupa. „Að mati skrifstofunnar er í ofangreindu máli tekist á um réttmæti þeirra sjónarmiða sem koma fram í bréfi félagsins. Í ljósi þessa telur skrifstofa Alþingis rétt að bíða með frekari viðbrögð við erindi félagsins á meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála,“ segir í svarinu. Bæði svörin eru óboðleg. Alþingi og stjórnarráðið eru með allt niður um sig í þessu máli og kjósa af einhverjum ástæðum að stíga ekki myndarlega fram og taka fyrir það í eitt skipti fyrir öll að þingmenn og aðrir starfsmenn ríkisins noti vildarpunkta í eigin þágu. Það er erfitt að verjast þeirri ályktun að ástæða þess að svörin eru svona aum, sé að notkun þingmanna og embættismanna á þessum fríðindum standist ekki skoðun. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Rekstur hins opinbera Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það þætti líklega stórfrétt og mikið hneyksli ef læknir á Landspítalanum fengi persónulega greitt frá lyfjafyrirtæki í hvert sinn sem hann léti spítalann kaupa ákveðið lyf. Það sama ætti við ef starfsmaður Vegagerðarinnar fengi persónulega greitt frá umboðsaðila fyrir að velja ákveðna vinnuvélategund fyrir Vegagerðina. En hvað með ríkisforstjóra, ráðuneytisstjóra eða þingmann sem fær persónulegan ávinning fyrir að velja ákveðið flugfélag þegar hann ferðast fyrir skattfé almennings? Félag atvinnurekenda hefur um langt árabil háð furðulega erfiða baráttu fyrir því að íslenzka ríkið banni að ríkisstarfsmenn geti nýtt í persónulega þágu vildarpunkta, sem þeir fá fyrir flugferðir greiddar af skattgreiðendum. Þetta er barátta fyrir hagsmunum félagsmanna FA, flugfélaga sem hafa viljað efna til samkeppni í millilandaflugi til og frá landinu og etja kappi við risann Icelandair, en er líka barátta fyrir hagsmunum skattgreiðenda og eðlilegum viðskiptaháttum. Eigum við ekki bara að tala hreint út? Það að ríkisstarfsmenn þiggi persónuleg fríðindi fyrir að ráðstaða skattfé almennings er einfaldlega spilling samkvæmt öllum venjulegum mælikvörðum, uppfyllir t.d. verknaðarlýsingu spillingar í lagalegum skilningi, sérstaklega ef það verður til þess að viðskiptum ríkisins er fremur beint til eins aðila fremur en annars. Þegar þessi mál voru til umræðu í október síðastliðnum benti forstjóri Ríkiskaupa einmitt á að vildarpunktar gætu skapað freistnivanda hjá starfsfólki ríkisins sem væri að bóka flug að „kaupa flugið heldur hjá þeim aðila sem býður þeim möguleikann á hlunnindum sem það getur síðar nýtt til persónulegra nota.“ Ólöglegt og gegn siðareglum Í október sendi FA bæði fjármálaráðherra og forseta Alþingis samtals þrjú erindi, þar sem félagið benti á að það væri ekki eingöngu sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu ævinlega hagkvæmasta kostinn þegar valið væri flug fyrir starfsmenn. Það að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þæðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum til Icelandair eða annarra flugfélaga með tryggðarkerfi væri einfaldlega bæði ólöglegt samkvæmt hegningarlögum og færi gegn siðareglum þingsins, siðareglum starfsmanna stjórnarráðsins, almennum siðareglum ríkisstarfsmanna og reglum um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA. Í erindi til fjármálaráðherra benti FA á að í síðastnefndu reglunum, um greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna, sem settar eru af fjármálaráðherra, væri eftirfarandi ákvæði: „Fríðindi og vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ FA benti á að félagið hefði upplýsingar um mörg tilvik þar sem ríkisstarfsmenn fengju vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar væru af skattgreiðendum og notuðu þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna. Spurt var hvernig eftirliti með reglunum væri háttað og hver viðurlögin væru við því ef ríkisstarfsmaður nýtti vildarpunktana í eigin þágu. Geta verið umtalsverð verðmæti Rétt er að halda því til haga að sambærilegar reglur eru í gildi víða í nágrannalöndum okkar og dæmi um að stjórnmála- og embættismenn hafi þurft að segja af sér vegna þess að þeir brutu gegn þeim. Gefið hefur verið í skyn að fríðindin, sem ríkisstarfsmenn safna sér með ferðalögum, séu svo smávægileg að það taki því ekki að æsa sig yfir því. Það er eflaust rétt hvað varðar þorra ríkisstarfsmanna, en í tilviki þeirra sem ferðast mikið og jafnvel oft á viðskiptafarrými er um umtalsverð verðmæti að ræða. Þetta eru aðallega þeir hæst settu í stjórnsýslunni, t.d. ráðherrar, ráðuneytisstjórar og forstöðumenn einhverra stofnana. Með öðrum orðum margir þeir sem mestu ráða. Ekki hefur verið upplýst hvort sá hópur hefur nýtt vildarpunkta í persónulega þágu, en það væri full ástæða til þess. Aum svör Í desember og nú í janúar bárust svör frá fjármálaráðuneytinu og Alþingi vegna þessara erinda. Óhætt er að segja að okkur hjá FA þyki svörin aum. Í svari fjármálaráðuneytisins segir m.a.: „Það er á ábyrgð ráðuneyta og stofnana að framfylgja reglunum. Stjórnendur skulu m.a. sjá til þess að fyrirkomulag og framkvæmd við kaup flugfarmiða sé í samræmi við inntak reglnanna. Ráðuneytið hyggst óska eftir því við önnur ráðuneyti að þau stuðli að frekari kynningu reglnanna fyrir stofnunum. Samkvæmt lögum um opinber fjármál ber hlutaðeigandi ráðuneytum að hafa virkt eftirlit með rekstri stofnana. Verði uppvíst um brot á reglunum ber að bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þarna má lesa á milli línanna að hingað til hafi eftirlitið með því að farið sé eftir reglunum verið lítið og stofnanir ríkisins og starfsmenn þeirra ekki einu sinni almennilega upplýst um tilvist þeirra. Í svari skrifstofu Alþingis segir að eftir að erindi FA barst, hafi Fly Play kært þingið til kærunefndar útboðsmála vegna flugfarmiðainnkaupa. „Að mati skrifstofunnar er í ofangreindu máli tekist á um réttmæti þeirra sjónarmiða sem koma fram í bréfi félagsins. Í ljósi þessa telur skrifstofa Alþingis rétt að bíða með frekari viðbrögð við erindi félagsins á meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála,“ segir í svarinu. Bæði svörin eru óboðleg. Alþingi og stjórnarráðið eru með allt niður um sig í þessu máli og kjósa af einhverjum ástæðum að stíga ekki myndarlega fram og taka fyrir það í eitt skipti fyrir öll að þingmenn og aðrir starfsmenn ríkisins noti vildarpunkta í eigin þágu. Það er erfitt að verjast þeirri ályktun að ástæða þess að svörin eru svona aum, sé að notkun þingmanna og embættismanna á þessum fríðindum standist ekki skoðun. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun