Um upplifun í útibúi og farsæla lausn Helgi Teitur Helgason skrifar 12. janúar 2024 11:32 Mér er ljúft og skylt að svara grein Magna R. Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann segir frá ferð sinni í útibú Landsbankans í Borgartúni. Eins og Magni rekur í greininni ætlaði hann að nota reiðufé til að greiða reikning sem honum hafði borist. Þar sem hann var við komuna í útibúið ekki skráður sem viðskiptavinur bankans og því ekki með reikning hjá okkur, var ekki hægt að gera það umsvifalaust. Ástæðan er sú að þegar fólk vill nota reiðufé í viðskiptum sínum við bankann, t.d. til að greiða reikninga, þarf það að vera með reikning hjá bankanum. Þetta er einn af mörgum liðum í vörnum bankans gegn peningaþvætti. Okkur ber skylda samkvæmt lögum til að búa yfir upplýsingum um uppruna þeirra fjármuna sem bankinn tekur við. Okkur ber líka skylda til að hafa eftirlit með viðskiptunum og eina leiðin til þess er að reiðufé sé lagt inn á reikning áður en það er notað í frekari viðskiptum. Til að stofna reikning hjá bankanum þarf að fylla út áreiðanleikakönnun og er hægt að gera það í Landsbankaappinu eða með því að koma í útibú. Yfirleitt tekur bara um eina mínútu að fylla út þessa könnun, stofna reikning og þar með koma í viðskipti við bankann. Þótt Magni hafi tekið peningana út úr hraðbanka hjá okkur, líkt og hann segir frá í greininni, þá komu peningarnir ekki af reikningi hjá okkur. Sú skýring dugar heldur ekki til að uppfylla ákvæði laganna. Eins og fram kemur í greininni bauðst Magni þá til að greiða reikninginn með kreditkorti sem var gefið út af öðrum en Landsbankanum. Það er hvorki hægt að gera í hraðbanka né hjá gjaldkera og er ástæðan sú að tiltekin þjónusta er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Landsbankans, og er það einn af kostum þess að vera í viðskiptum við bankann. Þetta á við í mjög fáum tilvikum - og við minnum aftur á að það tekur bara eina mínútu að gerast viðskiptavinur. Við erum ánægð með að Magni og gjaldkerinn okkar fundu lausn á málinu, þ.e. með því að hann fyllti út áreiðanleikakönnun, opnaði reikning hjá okkur og gat þar með greitt reikninginn með reiðufé. Við bjóðum Magna og alla aðra hjartanlega velkomna í Landsbankann – hvort sem þeir koma í eitt af 35 útibúum og afgreiðslum bankans eða vilja leysa málin í Landsbankaappinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er ljúft og skylt að svara grein Magna R. Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann segir frá ferð sinni í útibú Landsbankans í Borgartúni. Eins og Magni rekur í greininni ætlaði hann að nota reiðufé til að greiða reikning sem honum hafði borist. Þar sem hann var við komuna í útibúið ekki skráður sem viðskiptavinur bankans og því ekki með reikning hjá okkur, var ekki hægt að gera það umsvifalaust. Ástæðan er sú að þegar fólk vill nota reiðufé í viðskiptum sínum við bankann, t.d. til að greiða reikninga, þarf það að vera með reikning hjá bankanum. Þetta er einn af mörgum liðum í vörnum bankans gegn peningaþvætti. Okkur ber skylda samkvæmt lögum til að búa yfir upplýsingum um uppruna þeirra fjármuna sem bankinn tekur við. Okkur ber líka skylda til að hafa eftirlit með viðskiptunum og eina leiðin til þess er að reiðufé sé lagt inn á reikning áður en það er notað í frekari viðskiptum. Til að stofna reikning hjá bankanum þarf að fylla út áreiðanleikakönnun og er hægt að gera það í Landsbankaappinu eða með því að koma í útibú. Yfirleitt tekur bara um eina mínútu að fylla út þessa könnun, stofna reikning og þar með koma í viðskipti við bankann. Þótt Magni hafi tekið peningana út úr hraðbanka hjá okkur, líkt og hann segir frá í greininni, þá komu peningarnir ekki af reikningi hjá okkur. Sú skýring dugar heldur ekki til að uppfylla ákvæði laganna. Eins og fram kemur í greininni bauðst Magni þá til að greiða reikninginn með kreditkorti sem var gefið út af öðrum en Landsbankanum. Það er hvorki hægt að gera í hraðbanka né hjá gjaldkera og er ástæðan sú að tiltekin þjónusta er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Landsbankans, og er það einn af kostum þess að vera í viðskiptum við bankann. Þetta á við í mjög fáum tilvikum - og við minnum aftur á að það tekur bara eina mínútu að gerast viðskiptavinur. Við erum ánægð með að Magni og gjaldkerinn okkar fundu lausn á málinu, þ.e. með því að hann fyllti út áreiðanleikakönnun, opnaði reikning hjá okkur og gat þar með greitt reikninginn með reiðufé. Við bjóðum Magna og alla aðra hjartanlega velkomna í Landsbankann – hvort sem þeir koma í eitt af 35 útibúum og afgreiðslum bankans eða vilja leysa málin í Landsbankaappinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun