Um upplifun í útibúi og farsæla lausn Helgi Teitur Helgason skrifar 12. janúar 2024 11:32 Mér er ljúft og skylt að svara grein Magna R. Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann segir frá ferð sinni í útibú Landsbankans í Borgartúni. Eins og Magni rekur í greininni ætlaði hann að nota reiðufé til að greiða reikning sem honum hafði borist. Þar sem hann var við komuna í útibúið ekki skráður sem viðskiptavinur bankans og því ekki með reikning hjá okkur, var ekki hægt að gera það umsvifalaust. Ástæðan er sú að þegar fólk vill nota reiðufé í viðskiptum sínum við bankann, t.d. til að greiða reikninga, þarf það að vera með reikning hjá bankanum. Þetta er einn af mörgum liðum í vörnum bankans gegn peningaþvætti. Okkur ber skylda samkvæmt lögum til að búa yfir upplýsingum um uppruna þeirra fjármuna sem bankinn tekur við. Okkur ber líka skylda til að hafa eftirlit með viðskiptunum og eina leiðin til þess er að reiðufé sé lagt inn á reikning áður en það er notað í frekari viðskiptum. Til að stofna reikning hjá bankanum þarf að fylla út áreiðanleikakönnun og er hægt að gera það í Landsbankaappinu eða með því að koma í útibú. Yfirleitt tekur bara um eina mínútu að fylla út þessa könnun, stofna reikning og þar með koma í viðskipti við bankann. Þótt Magni hafi tekið peningana út úr hraðbanka hjá okkur, líkt og hann segir frá í greininni, þá komu peningarnir ekki af reikningi hjá okkur. Sú skýring dugar heldur ekki til að uppfylla ákvæði laganna. Eins og fram kemur í greininni bauðst Magni þá til að greiða reikninginn með kreditkorti sem var gefið út af öðrum en Landsbankanum. Það er hvorki hægt að gera í hraðbanka né hjá gjaldkera og er ástæðan sú að tiltekin þjónusta er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Landsbankans, og er það einn af kostum þess að vera í viðskiptum við bankann. Þetta á við í mjög fáum tilvikum - og við minnum aftur á að það tekur bara eina mínútu að gerast viðskiptavinur. Við erum ánægð með að Magni og gjaldkerinn okkar fundu lausn á málinu, þ.e. með því að hann fyllti út áreiðanleikakönnun, opnaði reikning hjá okkur og gat þar með greitt reikninginn með reiðufé. Við bjóðum Magna og alla aðra hjartanlega velkomna í Landsbankann – hvort sem þeir koma í eitt af 35 útibúum og afgreiðslum bankans eða vilja leysa málin í Landsbankaappinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er ljúft og skylt að svara grein Magna R. Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann segir frá ferð sinni í útibú Landsbankans í Borgartúni. Eins og Magni rekur í greininni ætlaði hann að nota reiðufé til að greiða reikning sem honum hafði borist. Þar sem hann var við komuna í útibúið ekki skráður sem viðskiptavinur bankans og því ekki með reikning hjá okkur, var ekki hægt að gera það umsvifalaust. Ástæðan er sú að þegar fólk vill nota reiðufé í viðskiptum sínum við bankann, t.d. til að greiða reikninga, þarf það að vera með reikning hjá bankanum. Þetta er einn af mörgum liðum í vörnum bankans gegn peningaþvætti. Okkur ber skylda samkvæmt lögum til að búa yfir upplýsingum um uppruna þeirra fjármuna sem bankinn tekur við. Okkur ber líka skylda til að hafa eftirlit með viðskiptunum og eina leiðin til þess er að reiðufé sé lagt inn á reikning áður en það er notað í frekari viðskiptum. Til að stofna reikning hjá bankanum þarf að fylla út áreiðanleikakönnun og er hægt að gera það í Landsbankaappinu eða með því að koma í útibú. Yfirleitt tekur bara um eina mínútu að fylla út þessa könnun, stofna reikning og þar með koma í viðskipti við bankann. Þótt Magni hafi tekið peningana út úr hraðbanka hjá okkur, líkt og hann segir frá í greininni, þá komu peningarnir ekki af reikningi hjá okkur. Sú skýring dugar heldur ekki til að uppfylla ákvæði laganna. Eins og fram kemur í greininni bauðst Magni þá til að greiða reikninginn með kreditkorti sem var gefið út af öðrum en Landsbankanum. Það er hvorki hægt að gera í hraðbanka né hjá gjaldkera og er ástæðan sú að tiltekin þjónusta er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Landsbankans, og er það einn af kostum þess að vera í viðskiptum við bankann. Þetta á við í mjög fáum tilvikum - og við minnum aftur á að það tekur bara eina mínútu að gerast viðskiptavinur. Við erum ánægð með að Magni og gjaldkerinn okkar fundu lausn á málinu, þ.e. með því að hann fyllti út áreiðanleikakönnun, opnaði reikning hjá okkur og gat þar með greitt reikninginn með reiðufé. Við bjóðum Magna og alla aðra hjartanlega velkomna í Landsbankann – hvort sem þeir koma í eitt af 35 útibúum og afgreiðslum bankans eða vilja leysa málin í Landsbankaappinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar