Handbolti

Aðal­steinn látinn taka poka sinn hjá Minden

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Aðalsteini Eyjólfssoni hefur verið sagt upp störfum
Aðalsteini Eyjólfssoni hefur verið sagt upp störfum Kadetten

GWD Minden hefur tilkynnt starfslok þjálfarans Aðalsteins Eyjólfssonar. Hann mun láta af störfum þegar í stað og aðstoðarþjálfarinn Aaron Ziercke tekur við. 

Minden spilar í næstefstu deild þýska handboltans, árangur hefur verið undir væntingum og liðið situr sem stendur í 15. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti. 

„Við þökkum Alla fyrir hans framlag og óskum honum alls hins besta. Vegna aðstæðna sem komu upp hefur starf hans reynt erfitt undanfarna sex mánuði. Þrátt fyrir það teljum við okkur þurfa að bregðast við og gefa liðinu byr undir báða vængi. Með Aaron Ziercke fær liðið reynslumikinn þjálfara sem nýtur trausts leikmanna. Hann hefur staðið sig vel með varaliðið og við treystum honum til að koma liðinu á rétta braut,“ sagði framkvæmdastjóri félagsins Nils Torbrügge í tilkynningu félagsins. 

Ziercke fær nægan tíma til að aðlaga sig nýju starfi, engir handboltaleikir fara fram í Þýskalandi á meðan Evrópumótinu stendur. Minden leikur næst við VfL Lübeck-Schwartau þann 11. febrúar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×