Metfjöldi sá Sviss steinliggja fyrir Þjóðverjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 21:27 Alfreð Gíslason fagnar marki ásamt þýskum lærisveinum sínum Christof Koepsel/Getty Images) Gestgjafaþjóð Evrópumótsins í handbolta, Þýskaland, fór létt með sinn fyrsta leik gegn Sviss á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf í kvöld. Heimamenn unnu öruggan þrettán marka sigur, 27-14. Metfjöldi gerði sér leið á leikinn, aldrei hafa eins margir verið samankomnir til að horfa á handbolta en alls voru 53.586 manns á Merkur-Spiel Arena í kvöld. This is what 53,586 handball fans look like 😱😍#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/ouMVuMOMNk— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2024 Það sást fljótt í hvað stefndi, yfirburðir Þýskalands voru algjörir í fyrri hálfleiknum, snemma í seinni hálfleik skoruðu Þjóðverjar svo átta mörk í röð og gerðu algjörlega útaf við vonir Svisslendinga. Andreas Wolff átti stórleik í marki heimamanna og varði 11 af 17 skotum í fyrri hálfleik, hann endaði leikinn með 61,5% markvörslu, 16 varin skot af 26. Germany are playing at home. And Andy Wolff wants everyone to know 👊💥#ehfeuro2024 #heretoplay @dhb_teams pic.twitter.com/BUrGcHOR8h— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2024 Patrick Groetzki, hægri hornamaður þýska landsliðsins, var utan hóps í kvöld. Hann er einn reyndasti maður liðsins, hefur átt fast sæti í liðinu síðan 2009 en líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni mun hann að öllum líkindum ekki taka þátt í mótinu. Með Þýskalandi og Sviss í A-riðli mótsins eru Frakkland og Norður-Makedónía. Leik þeirra lauk með öruggum 39-29 sigri Frakklands fyrr í kvöld. Næsta umferð í þeirra riðli fer fram þann 14. janúar þar sem liðin spila á víxl. Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Öruggur sigur Frakka í fyrsta leik mótsins Evrópumótið í handbolta hófst formlega í dag. Frakkland spilaði fyrsta leik og vann þar öruggan 39-29 sigur á Norður-Makedóníu. 10. janúar 2024 18:32 Dreymir um medalíu og líst vel á líkurnar Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alla jafnan kallaður, gaf sig til tals við fréttamann eftir æfingu landsliðsins í München í dag. 10. janúar 2024 19:35 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Metfjöldi gerði sér leið á leikinn, aldrei hafa eins margir verið samankomnir til að horfa á handbolta en alls voru 53.586 manns á Merkur-Spiel Arena í kvöld. This is what 53,586 handball fans look like 😱😍#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/ouMVuMOMNk— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2024 Það sást fljótt í hvað stefndi, yfirburðir Þýskalands voru algjörir í fyrri hálfleiknum, snemma í seinni hálfleik skoruðu Þjóðverjar svo átta mörk í röð og gerðu algjörlega útaf við vonir Svisslendinga. Andreas Wolff átti stórleik í marki heimamanna og varði 11 af 17 skotum í fyrri hálfleik, hann endaði leikinn með 61,5% markvörslu, 16 varin skot af 26. Germany are playing at home. And Andy Wolff wants everyone to know 👊💥#ehfeuro2024 #heretoplay @dhb_teams pic.twitter.com/BUrGcHOR8h— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2024 Patrick Groetzki, hægri hornamaður þýska landsliðsins, var utan hóps í kvöld. Hann er einn reyndasti maður liðsins, hefur átt fast sæti í liðinu síðan 2009 en líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni mun hann að öllum líkindum ekki taka þátt í mótinu. Með Þýskalandi og Sviss í A-riðli mótsins eru Frakkland og Norður-Makedónía. Leik þeirra lauk með öruggum 39-29 sigri Frakklands fyrr í kvöld. Næsta umferð í þeirra riðli fer fram þann 14. janúar þar sem liðin spila á víxl.
Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Öruggur sigur Frakka í fyrsta leik mótsins Evrópumótið í handbolta hófst formlega í dag. Frakkland spilaði fyrsta leik og vann þar öruggan 39-29 sigur á Norður-Makedóníu. 10. janúar 2024 18:32 Dreymir um medalíu og líst vel á líkurnar Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alla jafnan kallaður, gaf sig til tals við fréttamann eftir æfingu landsliðsins í München í dag. 10. janúar 2024 19:35 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Öruggur sigur Frakka í fyrsta leik mótsins Evrópumótið í handbolta hófst formlega í dag. Frakkland spilaði fyrsta leik og vann þar öruggan 39-29 sigur á Norður-Makedóníu. 10. janúar 2024 18:32
Dreymir um medalíu og líst vel á líkurnar Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alla jafnan kallaður, gaf sig til tals við fréttamann eftir æfingu landsliðsins í München í dag. 10. janúar 2024 19:35