„Skattayfirvöld eru að mjólka okkur til blóðs“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2024 09:44 Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins. Vísir/Vilhelm Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins sem staðsett er á Bíldudal, segir skattayfirvöld mjólka fyrirtækið til blóðs. Skatturinn fari fram á hærri skatt en sem nemur hagnaði fyrirtækisins og segir Halldór írska fjárfesta þess steinhissa. Málið verður rekið fyrir dómstólum. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Halldór gestur í tilefni af Skattadeginum svokallaða sem er á morgun. Þar mun Halldór fara með fyrirlesturinn „Erlend fjárfesting? Nei takk,“ þar sem hann mun segja frá því viðmóti sem fyrirtækið á Bíldudal hafi mætt. Enginn innanlands vildi fjárfesta „Á einfaldri íslensku er þetta náttúrulega þannig að skattayfirvöld eru að mjólka okkur til blóðs og rúmlega það. Ef við værum ekki í eigu sterks móðurfyrirtækis sem á fjölda annarra fyrirtækja, með höfuðstöðvar í Cork á Írlandi, þá værum við dauð.“ Halldór rifjar upp að fyrirtækið hafi verið stofnað um aldamótin af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Nú sé það með þrjátíu manns í vinnu en enginn innlendur aðili fékkst til þess að fjármagna verkefnið. Upphaflega hafi sex til sjö manns átt að vinna hjá fyrirtækinu en fjárfesting Íranna tryggt að það gæti stækkað. „Það náðist í þetta írska fyrirtæki sem hafði reynslu og hafði mikla markaðsgetu og þekkingu af þessari starfsemi og það fékkst ekki einu sinni einn íslenskur banki til að fjármagna þetta. Bank of Scotland fjármagnaði þetta, íslensku bankarnir ætluðu nú ekki að fara í þennan hundsrass á hjara veraldar og hætta fé sínu í það.“ Meira en veltan á einu ári Halldór segir að til einföldunar snúist málið um það að skattayfirvöldum finnist að Íslenska kalkþörungafélagið eigi að greiða tekjuskatt með móðurfélagi sínu í Írlandi. „En tekur ekki tillit til þess að móðurfélagið er miklu meira heldur en bara það sem kemur frá Íslandi í kalkþörungum. Móðurfélagið er með allskonar aðrar verksmiðjur. Við höfum nú reynt að útskýra þetta fram og til baka en allt kemur fyrir ekki.“ Hann segir að ef ekki væri eins fjársterkur aðili að baki fyrirtækisins myndi það ekki hafa bolmagn í að borga slík gjöld sem lögð eru á það. Halldór tekur fram að félaginu þyki hið eðlilegasta mál að borga sína skatta, það geri félagið og borgi einnig auðlindagjöld. „Ef við værum ekki í eigu svona sterks móðurfélags þá hefðum við ekki haft bolmagn í þetta, vegna þess að bara álagningin á okkur, eins og við séum með 35 prósent hagnað í tekjum þegar við eigum ekki séns á að fara yfir 12 prósent hagnað í tekjum,“ segir Halldór. „Það eru ábyggilega ekki mörg fyrirtæki með 35 prósent hagnað af tekjum. Það er lagt á okkur þannig og 25 prósent álag. Þannig það eru lagðir á okkur 2,4 milljarðar bara svona, það er meira en veltan á einu ári.“ Halldór segir félagið hafa fengið samanburðarkönnun á stöðu annarra sambærilegra fyrirtækja í Evrópu. Þau séu að meðaltali rukkuð um 12 prósent skatt. Hann segir Skattinn ekki sinna leiðbeiningarhlutverki sínu. Írarnir í sjokki Hvernig nenna Írarnir að standa í þessu? „Þeir eru svolítið sjokkeraðir núna vegna þess að þeir voru dregnir til landsins á sínum tíma. Nú einhvern veginn fá þeir bara að heyra: „Helvítis útlendingar sem eru að misnota auðlindir okkar og vilja síðan ekki borga neina skatta.“ Halldór segir gríðarlega þörf fyrir slíka fjárfestingu eins og þá sem írska félagið hafi lagt til. Hún hafi haft gríðarleg áhrif samfélaginu á Bíldudal til heilla. Halldór segir félagið á Bíldudal vilja borga alla sína skatta. Þeir megi þó ekki verða til þess að reka félagið í þrot. Vísir/Vilhelm „Stjórnvöld segja, við viljum erlenda fjárfestingu en þetta mál, og því miður miklu fleiri eru svona, þannig að það fer ekki saman hljóð og mynd.“ Nenna Írarnir í þessa baráttu? „Já. Þeir ætla að taka þessa baráttu með okkur. Við allavega verðum að fara með þetta fyrir dómstóla.“ Hvað ef þið tapið þessu máli hér á Íslandi? Fer það lengra? Hver er framtíð Íslenska kalkþörungafélagsins? „Þetta er svo góð spurning að það er ekki hægt að svara henni. Þetta gæti tekið mörg ár fyrir dómstólum. Það er fyrirtaka á morgun, enn og aftur í héraðsdómi, þetta er nú bara rétt að byrja þar. Hún snýst um dómkvadda matsmenn og eitthvað slíkt. Þannig að það er örugglega mjög langt ferli framundan í því.“ Þið teljið réttinn það mikið ykkar megin að þið viljið fara með þetta þessa leið? „Já, við erum svolítið eins og drukknandi maður sem er að reyna að ná sér í súrefni. Af því að við erum ekki fyrirtæki sem getur rekið sig með 35 prósent hagnaði af tekjum. Það er bara staðreynd.“ Skattar og tollar Vesturbyggð Bítið Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Halldór gestur í tilefni af Skattadeginum svokallaða sem er á morgun. Þar mun Halldór fara með fyrirlesturinn „Erlend fjárfesting? Nei takk,“ þar sem hann mun segja frá því viðmóti sem fyrirtækið á Bíldudal hafi mætt. Enginn innanlands vildi fjárfesta „Á einfaldri íslensku er þetta náttúrulega þannig að skattayfirvöld eru að mjólka okkur til blóðs og rúmlega það. Ef við værum ekki í eigu sterks móðurfyrirtækis sem á fjölda annarra fyrirtækja, með höfuðstöðvar í Cork á Írlandi, þá værum við dauð.“ Halldór rifjar upp að fyrirtækið hafi verið stofnað um aldamótin af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Nú sé það með þrjátíu manns í vinnu en enginn innlendur aðili fékkst til þess að fjármagna verkefnið. Upphaflega hafi sex til sjö manns átt að vinna hjá fyrirtækinu en fjárfesting Íranna tryggt að það gæti stækkað. „Það náðist í þetta írska fyrirtæki sem hafði reynslu og hafði mikla markaðsgetu og þekkingu af þessari starfsemi og það fékkst ekki einu sinni einn íslenskur banki til að fjármagna þetta. Bank of Scotland fjármagnaði þetta, íslensku bankarnir ætluðu nú ekki að fara í þennan hundsrass á hjara veraldar og hætta fé sínu í það.“ Meira en veltan á einu ári Halldór segir að til einföldunar snúist málið um það að skattayfirvöldum finnist að Íslenska kalkþörungafélagið eigi að greiða tekjuskatt með móðurfélagi sínu í Írlandi. „En tekur ekki tillit til þess að móðurfélagið er miklu meira heldur en bara það sem kemur frá Íslandi í kalkþörungum. Móðurfélagið er með allskonar aðrar verksmiðjur. Við höfum nú reynt að útskýra þetta fram og til baka en allt kemur fyrir ekki.“ Hann segir að ef ekki væri eins fjársterkur aðili að baki fyrirtækisins myndi það ekki hafa bolmagn í að borga slík gjöld sem lögð eru á það. Halldór tekur fram að félaginu þyki hið eðlilegasta mál að borga sína skatta, það geri félagið og borgi einnig auðlindagjöld. „Ef við værum ekki í eigu svona sterks móðurfélags þá hefðum við ekki haft bolmagn í þetta, vegna þess að bara álagningin á okkur, eins og við séum með 35 prósent hagnað í tekjum þegar við eigum ekki séns á að fara yfir 12 prósent hagnað í tekjum,“ segir Halldór. „Það eru ábyggilega ekki mörg fyrirtæki með 35 prósent hagnað af tekjum. Það er lagt á okkur þannig og 25 prósent álag. Þannig það eru lagðir á okkur 2,4 milljarðar bara svona, það er meira en veltan á einu ári.“ Halldór segir félagið hafa fengið samanburðarkönnun á stöðu annarra sambærilegra fyrirtækja í Evrópu. Þau séu að meðaltali rukkuð um 12 prósent skatt. Hann segir Skattinn ekki sinna leiðbeiningarhlutverki sínu. Írarnir í sjokki Hvernig nenna Írarnir að standa í þessu? „Þeir eru svolítið sjokkeraðir núna vegna þess að þeir voru dregnir til landsins á sínum tíma. Nú einhvern veginn fá þeir bara að heyra: „Helvítis útlendingar sem eru að misnota auðlindir okkar og vilja síðan ekki borga neina skatta.“ Halldór segir gríðarlega þörf fyrir slíka fjárfestingu eins og þá sem írska félagið hafi lagt til. Hún hafi haft gríðarleg áhrif samfélaginu á Bíldudal til heilla. Halldór segir félagið á Bíldudal vilja borga alla sína skatta. Þeir megi þó ekki verða til þess að reka félagið í þrot. Vísir/Vilhelm „Stjórnvöld segja, við viljum erlenda fjárfestingu en þetta mál, og því miður miklu fleiri eru svona, þannig að það fer ekki saman hljóð og mynd.“ Nenna Írarnir í þessa baráttu? „Já. Þeir ætla að taka þessa baráttu með okkur. Við allavega verðum að fara með þetta fyrir dómstóla.“ Hvað ef þið tapið þessu máli hér á Íslandi? Fer það lengra? Hver er framtíð Íslenska kalkþörungafélagsins? „Þetta er svo góð spurning að það er ekki hægt að svara henni. Þetta gæti tekið mörg ár fyrir dómstólum. Það er fyrirtaka á morgun, enn og aftur í héraðsdómi, þetta er nú bara rétt að byrja þar. Hún snýst um dómkvadda matsmenn og eitthvað slíkt. Þannig að það er örugglega mjög langt ferli framundan í því.“ Þið teljið réttinn það mikið ykkar megin að þið viljið fara með þetta þessa leið? „Já, við erum svolítið eins og drukknandi maður sem er að reyna að ná sér í súrefni. Af því að við erum ekki fyrirtæki sem getur rekið sig með 35 prósent hagnaði af tekjum. Það er bara staðreynd.“
Skattar og tollar Vesturbyggð Bítið Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira