Hvað með Grindvíkinga? Guðbrandur Einarsson skrifar 10. janúar 2024 07:02 Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn. Eitt af þeim málum sem hafa setið á hakanum meðan á rifrildinu stendur er úrlausn fyrir þá Grindvíkinga sem eru með lán hjá lífeyrissjóðum. Þeir hafa ekki notið sömu niðurfellingar og bankarnir hafa veitt. Nú hafa lífeyrisjóðirnir lýst því yfir að lög kveði á um að heimild þeirra til þess að fella niður afborganir lána sé ekki fyrir hendi. Það verður því að grípa til annara ráða til þess að lántakendur hjá lífeyrisjóðunum sitji við sama borð og aðrir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur eru u.þ.b. 100 Grindvíkingar í þessari stöðu og upphæðin gæti numið 60-70 milljónum fyrir þá þrjá mánuði sem þessi aðgerð átti að ná yfir í fyrstu atrennu. Þetta eru því smáaurar í stóra samhenginu þegar ljóst er að tjónið í Grindavík nemur nú þegar tugum milljarða. Úr því að ríkistjórnin ætlar sér að eyða tíma sínum í að rífast innbyrðis verður að koma til önnur leið. Ég mun því hafa forgöngu um ásamt minnihluta velferðarnefndar að nefndin leggi fram tillögu um að ríkissjóður taki þennan kostnað á sig. Ríkisstjórnin getur þá haldið áfram að rífast á meðan í friði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Grindavík Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Viðreisn Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn. Eitt af þeim málum sem hafa setið á hakanum meðan á rifrildinu stendur er úrlausn fyrir þá Grindvíkinga sem eru með lán hjá lífeyrissjóðum. Þeir hafa ekki notið sömu niðurfellingar og bankarnir hafa veitt. Nú hafa lífeyrisjóðirnir lýst því yfir að lög kveði á um að heimild þeirra til þess að fella niður afborganir lána sé ekki fyrir hendi. Það verður því að grípa til annara ráða til þess að lántakendur hjá lífeyrisjóðunum sitji við sama borð og aðrir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur eru u.þ.b. 100 Grindvíkingar í þessari stöðu og upphæðin gæti numið 60-70 milljónum fyrir þá þrjá mánuði sem þessi aðgerð átti að ná yfir í fyrstu atrennu. Þetta eru því smáaurar í stóra samhenginu þegar ljóst er að tjónið í Grindavík nemur nú þegar tugum milljarða. Úr því að ríkistjórnin ætlar sér að eyða tíma sínum í að rífast innbyrðis verður að koma til önnur leið. Ég mun því hafa forgöngu um ásamt minnihluta velferðarnefndar að nefndin leggi fram tillögu um að ríkissjóður taki þennan kostnað á sig. Ríkisstjórnin getur þá haldið áfram að rífast á meðan í friði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar