Handbolti

Læri­sveinar Al­freðs unnu og Serbar töpuðu

Dagur Lárusson skrifar
Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar.
Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans unnu Portúgal í vináttulandsleik liðanna sem er undirbúningur fyrir EM sem hefst í næstu viku.

Lokatölur leiksins voru 35-31 en sigurinn kostaði þó sitt fyrir Þjóðverja þar sem lykil leikmaður liðsins, Patrick Groetzki, fór meiddur af velli og samkvæmt þýskum miðlum fór hann á spítala.

Fyrsti leikur Þýskalands á EM er þann 10.janúar gegn Sviss en Ísland hefur leik þann 12. janúar gegn Serbíu.

Serbar spiluðu einnig vináttuleik í kvöld og mættu þeir Spánverjum en Spánverjar höfðu betur 32-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×