Talinn vera sá fyrsti til þess að „vinna“ Tetris Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 20:44 Skjáskot af Gibson að spila Tetris. Þrettán ára Bandaríkjamaðurinn Willis Gibson er sagður vera fyrsta manneskjan í heiminum til að sigra einn klassískasta tölvuleik sögunnar, Tetris. Leikurinn hrundi þegar Gibson var kominn í 157. borð leiksins. Tetris var gefinn út árið 1984 en náði hápunkti sínum árið 1989 þegar leikurinn var gefinn út á Nintendo-tölvunum. Leikurinn gengur út á það að raða kubbum sem eru mismunandi í laginu á sem bestan máta. Fyrst um sinn var talið að leikurinn væri einungis með 29 borð, þar til árið 2010 þegar spilarinn Thor Aackerlund afsannaði það með því að komast í borð 30. Seinna kom í ljós að borðin væru 157 talsins áður en leikurinn gæfi sig, en ekkert „endaborð“ hafði verið forritað inn í leikinn. Þar til í síðasta mánuði hafði einungis gervigreind komist svo langt í leiknum. Þá birti Gibson myndband af sér þar sem hann sést komast í borð 157 áður en leikurinn gefur sig. BBC greinir frá. Það tók Gibson 38 mínútur að komast í borðið en með árangri sínum sló hann fleiri heimsmet, til að mynda fyrir flest stig í Tetris-leik. Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tetris var gefinn út árið 1984 en náði hápunkti sínum árið 1989 þegar leikurinn var gefinn út á Nintendo-tölvunum. Leikurinn gengur út á það að raða kubbum sem eru mismunandi í laginu á sem bestan máta. Fyrst um sinn var talið að leikurinn væri einungis með 29 borð, þar til árið 2010 þegar spilarinn Thor Aackerlund afsannaði það með því að komast í borð 30. Seinna kom í ljós að borðin væru 157 talsins áður en leikurinn gæfi sig, en ekkert „endaborð“ hafði verið forritað inn í leikinn. Þar til í síðasta mánuði hafði einungis gervigreind komist svo langt í leiknum. Þá birti Gibson myndband af sér þar sem hann sést komast í borð 157 áður en leikurinn gefur sig. BBC greinir frá. Það tók Gibson 38 mínútur að komast í borðið en með árangri sínum sló hann fleiri heimsmet, til að mynda fyrir flest stig í Tetris-leik.
Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira