Kjarasamningar og þjóðarsátt Arnþór Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 21:00 Þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi á milli þorra aðildarfélaga ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins eru afskaplega mikilvægar og skiptir miklu máli að vel takist til. Bæði er verðbólga allt of há og jafnframt er vaxtastig í landinu algjörlega óviðunandi. Takist samningsaðilum að gera langtíma samninga verður ríkisvaldið að koma að koma að samningsborðinu. Verðbólguspár hafa í langan tíma verið neikvæðar en þó með þeim hætti að á endanum á verðbólgan að síga niður. Það hefur hinsvegar ekki gerst og hefur verðbólgan verið þrálát og spár ekki gengið eftir. Hluti af verðbólguvandanum er þáttur húsnæðisverðs í vísitölu neysluverðs. Það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fjárfest í húsnæði eða hafa haft hug á því að fjárfesta í húsnæði, að íbúðaverð, afborganir af lánum og höfuðstóll lána hækka stöðugt. Vísitölur fylgja með sem valda hækkun verðbólgu. Til þess að slá á verðhækkanir á húsnæði, eða eftirspurn eftir lánum til húsnæðiskaupa, hefur Seðlabanki Íslands tekið á það ráð að hækka vexti. Það veldur síðan aftur hækkun byggingarkosnaðar, hækkun á íbúðaverði og kemur jafnframt í bakið á þeim sem hafa nú þegar tekið húsnæðislán. Það veldur síðan hækkun á vísitölum og hækkun á verðbólgu. Þessi spírall hefur gengið í allt of marga hringi. Samsetning á vísitölum eru hinsvegar mannanna verk en ekki náttúrulögmál. Það hefur verið skortur á húsnæði og það mun áfram verða skortur á húsnæði við óbreytt ástand. Fyrirséð er að húsnæðisliðurinn mun drífa áfram verðbólguna að hluta ef ekkert breytist. Verkalýðshreyfingin verður nú að gera þá kröfu á ríkisvaldið að húsnæðisliðurinn verð afnumin úr vísitölumælingum, í það minnsta þar til að hægt er að tala um húsnæðismarkað. Það er með öllu óeðlilegt að viðvarandi skortur á framboði á húsnæði sé þess valdandi að drífa áfram verðbólgu. Lántakendur og reyndar allt þjóðfélagið líða fyrir augljósa skekkju á vísitölum. Það er engum til góðs að viðhalda vitleysu af þessu tagi en öllum til hagsbóta að leiðrétta vitleysuna og fella út húsnæðisliðinn út úr vísitölum. Lausn á húsnæðisskorti verður líka að vera partur af kjarasamningunum. Sú stefna að láta byggingarfélögin ein um að byggja húsnæði hefur skapað þennan vanda sem upp er og hefur verið vandamál um áratuga skeið. Byggingarfélögin hafa enga samfélagslega ábyrgð eða skyldur gagnvart samfélaginu. Þar af leiðandi haga þeir sinni starfsemi eins og best verður á kosið fyrir eigin hag. Að viðhalda skorti á húsnæði hámarkar arðsemina Byggingafélaganna. Það er hinsvegar svo að við búum í samfélagi og ríkisvaldið ber ábyrgð. Ríkja þarf eining og samstaða um ákveðna málaflokka. Húsnæðismál eru einn af þessum stóru málaflokkum sem verða að vera í betri farvegi. Að eignast húsnæði eða búa í húsnæði á sanngjörnum kjörum er farsælast fyrir alla, efnaminna fólk, millistétt, og þá efnameiri. Ríkisstjórnin hefur hingað til skorast undan því verkefni að skapa meira jafnvægi í þessum málaflokki. Hún ein getur leyst þennan vanda. Þrátt fyrir góð fyrirheit í Lífskjarasamningunum þá voru flestar hugmyndir um lausnir í þessum málaflokki slegnar út af borðinu. Fyrirheit ríkisstjórnarinnar voru stór við gerð Lífskjarasamningana en útkoman var lítil og mögur. Það má ekki gerast aftur. Gallinn við stjórnmálin er skammsýni.Það hefur þó gerst til stjórnmálamenn hafa fundið til ábyrgðar, hugsuðu stærra og lengra fram í tímann. Má þar nefna uppbyggingu verkamannabústaða og Breiðholtsins. Nú verður ríkisstjórnin að taka boltann og leggja áform um stórfellda uppbyggingu á húsnæði, bæði fyrir eignaminna fólk og svokallaða millistétt. Nóg er til af fjármagninu, það liggur í lífeyrissjóðakerfi landsmanna og bíður eftir því að það sé ávaxtað með lágmarks ávöxtunarkröfu, fjárfesting í húsnæði og þátttaka í uppbyggingu á húsnæði mun skila þeim arði sem um er beðið. Það þarf ríkisvaldið til þess að vera í forystu í þessum málum. Að öllum líkindum þarf að breyta lögum um lífeyrissjóðina og það þarf að gera stóra samninga við sveitarfélögin. Það þarf jafnframt að veita/lána fjármunum til þeirra aðila sem taka þátt í uppbyggingunni. Sveitarfélögin, Byggingarfélög ASÍ, óhagnaðardrifin leigufélög og þau fjölmörgu byggingarfélög um land allt þurfa að svara kallinu. Uppbyggingin þarf að vera blönduð, bæði þarf að byggja húsnæði fyrir almennan leigumarkað, leiguhúsnæði fyrir efnaminna fólk og húsnæði sem færi í almenna sölu. Jafnfram þarf að byggja á landsbyggðinni eins og á höfuðborgarsvæðinu. Á þann hátt væri mögulegt að byggja fyrir alla hópa, og slá á þá verðbólu sem er á íbúðarhúsnæði í dag. Af því að orðið þjóðarsátt hefur verið nefnt í kringum núverandi kjarasamninga þá er óhætt að segja að það er stórt orð. Það má vel vera að það sé hægt að kalla samninga þjóðarsáttarsamninga en þeir verða þá að snúast um meira en að setja plástur á núverandi vanda eða eingöngu að viðhalda kaupmætti. Ef nota á svo stórt orð sem þjóðarsátt er þarf sáttin að snúa að helsta vandanum sem blasir við og veldur miklum kjaraskerðingum, hækkun verðbólgu, hækkun vaxta, verðlags á matvöru og helstu nauðsynjum. Samningur um frystingu á hækkunum er ágætur en varasöm aðgerð þar sem hækkanir geta skollið á síðar. Samningur um að kveða niður alvarlegasta skortinn og lækka dýrasta þáttinn í rekstri heimilanna má með sanni kalla þjóðarsátt. Það er mín áskorun að við tökum höndum saman og gerum þjóðarsátt í þessum kjarasamningum um húsnæðismál og bætum lífskjörin í landinu til frambúðar. Höfundur er félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi á milli þorra aðildarfélaga ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins eru afskaplega mikilvægar og skiptir miklu máli að vel takist til. Bæði er verðbólga allt of há og jafnframt er vaxtastig í landinu algjörlega óviðunandi. Takist samningsaðilum að gera langtíma samninga verður ríkisvaldið að koma að koma að samningsborðinu. Verðbólguspár hafa í langan tíma verið neikvæðar en þó með þeim hætti að á endanum á verðbólgan að síga niður. Það hefur hinsvegar ekki gerst og hefur verðbólgan verið þrálát og spár ekki gengið eftir. Hluti af verðbólguvandanum er þáttur húsnæðisverðs í vísitölu neysluverðs. Það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fjárfest í húsnæði eða hafa haft hug á því að fjárfesta í húsnæði, að íbúðaverð, afborganir af lánum og höfuðstóll lána hækka stöðugt. Vísitölur fylgja með sem valda hækkun verðbólgu. Til þess að slá á verðhækkanir á húsnæði, eða eftirspurn eftir lánum til húsnæðiskaupa, hefur Seðlabanki Íslands tekið á það ráð að hækka vexti. Það veldur síðan aftur hækkun byggingarkosnaðar, hækkun á íbúðaverði og kemur jafnframt í bakið á þeim sem hafa nú þegar tekið húsnæðislán. Það veldur síðan hækkun á vísitölum og hækkun á verðbólgu. Þessi spírall hefur gengið í allt of marga hringi. Samsetning á vísitölum eru hinsvegar mannanna verk en ekki náttúrulögmál. Það hefur verið skortur á húsnæði og það mun áfram verða skortur á húsnæði við óbreytt ástand. Fyrirséð er að húsnæðisliðurinn mun drífa áfram verðbólguna að hluta ef ekkert breytist. Verkalýðshreyfingin verður nú að gera þá kröfu á ríkisvaldið að húsnæðisliðurinn verð afnumin úr vísitölumælingum, í það minnsta þar til að hægt er að tala um húsnæðismarkað. Það er með öllu óeðlilegt að viðvarandi skortur á framboði á húsnæði sé þess valdandi að drífa áfram verðbólgu. Lántakendur og reyndar allt þjóðfélagið líða fyrir augljósa skekkju á vísitölum. Það er engum til góðs að viðhalda vitleysu af þessu tagi en öllum til hagsbóta að leiðrétta vitleysuna og fella út húsnæðisliðinn út úr vísitölum. Lausn á húsnæðisskorti verður líka að vera partur af kjarasamningunum. Sú stefna að láta byggingarfélögin ein um að byggja húsnæði hefur skapað þennan vanda sem upp er og hefur verið vandamál um áratuga skeið. Byggingarfélögin hafa enga samfélagslega ábyrgð eða skyldur gagnvart samfélaginu. Þar af leiðandi haga þeir sinni starfsemi eins og best verður á kosið fyrir eigin hag. Að viðhalda skorti á húsnæði hámarkar arðsemina Byggingafélaganna. Það er hinsvegar svo að við búum í samfélagi og ríkisvaldið ber ábyrgð. Ríkja þarf eining og samstaða um ákveðna málaflokka. Húsnæðismál eru einn af þessum stóru málaflokkum sem verða að vera í betri farvegi. Að eignast húsnæði eða búa í húsnæði á sanngjörnum kjörum er farsælast fyrir alla, efnaminna fólk, millistétt, og þá efnameiri. Ríkisstjórnin hefur hingað til skorast undan því verkefni að skapa meira jafnvægi í þessum málaflokki. Hún ein getur leyst þennan vanda. Þrátt fyrir góð fyrirheit í Lífskjarasamningunum þá voru flestar hugmyndir um lausnir í þessum málaflokki slegnar út af borðinu. Fyrirheit ríkisstjórnarinnar voru stór við gerð Lífskjarasamningana en útkoman var lítil og mögur. Það má ekki gerast aftur. Gallinn við stjórnmálin er skammsýni.Það hefur þó gerst til stjórnmálamenn hafa fundið til ábyrgðar, hugsuðu stærra og lengra fram í tímann. Má þar nefna uppbyggingu verkamannabústaða og Breiðholtsins. Nú verður ríkisstjórnin að taka boltann og leggja áform um stórfellda uppbyggingu á húsnæði, bæði fyrir eignaminna fólk og svokallaða millistétt. Nóg er til af fjármagninu, það liggur í lífeyrissjóðakerfi landsmanna og bíður eftir því að það sé ávaxtað með lágmarks ávöxtunarkröfu, fjárfesting í húsnæði og þátttaka í uppbyggingu á húsnæði mun skila þeim arði sem um er beðið. Það þarf ríkisvaldið til þess að vera í forystu í þessum málum. Að öllum líkindum þarf að breyta lögum um lífeyrissjóðina og það þarf að gera stóra samninga við sveitarfélögin. Það þarf jafnframt að veita/lána fjármunum til þeirra aðila sem taka þátt í uppbyggingunni. Sveitarfélögin, Byggingarfélög ASÍ, óhagnaðardrifin leigufélög og þau fjölmörgu byggingarfélög um land allt þurfa að svara kallinu. Uppbyggingin þarf að vera blönduð, bæði þarf að byggja húsnæði fyrir almennan leigumarkað, leiguhúsnæði fyrir efnaminna fólk og húsnæði sem færi í almenna sölu. Jafnfram þarf að byggja á landsbyggðinni eins og á höfuðborgarsvæðinu. Á þann hátt væri mögulegt að byggja fyrir alla hópa, og slá á þá verðbólu sem er á íbúðarhúsnæði í dag. Af því að orðið þjóðarsátt hefur verið nefnt í kringum núverandi kjarasamninga þá er óhætt að segja að það er stórt orð. Það má vel vera að það sé hægt að kalla samninga þjóðarsáttarsamninga en þeir verða þá að snúast um meira en að setja plástur á núverandi vanda eða eingöngu að viðhalda kaupmætti. Ef nota á svo stórt orð sem þjóðarsátt er þarf sáttin að snúa að helsta vandanum sem blasir við og veldur miklum kjaraskerðingum, hækkun verðbólgu, hækkun vaxta, verðlags á matvöru og helstu nauðsynjum. Samningur um frystingu á hækkunum er ágætur en varasöm aðgerð þar sem hækkanir geta skollið á síðar. Samningur um að kveða niður alvarlegasta skortinn og lækka dýrasta þáttinn í rekstri heimilanna má með sanni kalla þjóðarsátt. Það er mín áskorun að við tökum höndum saman og gerum þjóðarsátt í þessum kjarasamningum um húsnæðismál og bætum lífskjörin í landinu til frambúðar. Höfundur er félagi í VR.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun