Öfugsnúin umræða í orkumálum Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. janúar 2024 11:00 Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar