Körfubolti

Tryggði Snæ­felli fyrsta sigurinn með ó­trú­legum flautuþristi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snæfellingar fagna sigurkörfu Evu Rupnik gegn Fjölniskonum.
Snæfellingar fagna sigurkörfu Evu Rupnik gegn Fjölniskonum. stöð 2 sport

Snæfell vann sinn fyrsta sigur í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar Fjölnir kom í heimsókn í Hólminn í gær. Eva Rupnik skoraði sigurkörfu Snæfellinga í þann mund sem leiktíminn rann út.

Þegar 7,8 sekúndur voru eftir og staðan jöfn, 82-82, átti Snæfell innkast undir körfu Fjölnis. Shawnta Shaw fékk boltann og keyrði inn í miðjan teiginn hjá gestunum. Fjórir leikmenn Fjölnis soguðust að Shaw sem kastaði boltanum út í vinstra hornið á Rupnik sem var dauðafrí.

Hún hikaði ekkert, lét vaða og setti niður þriggja stiga skot og tryggði Snæfelli sigurinn. Lokatölur 85-82, Hólmurum í vil.

Sigurkörfu Rupnik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Sigurkarfa Snæfells

Rupnik skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr þremur af fimm þriggja stiga skotum sínum. Shaw var stigahæst í liði heimakvenna með 29 stig. Hún tók einnig tólf fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Snæfell er enn á botni Subway deildarinnar en nú með tvö stig. Fjölnir er í áttunda og næstneðsta sæti með fjögur stig.


Tengdar fréttir

Fyrsti sigur Snæfellinga kom í botnslagnum

Snæfell vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Fjölni í botnslag Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 85-82. Var þetta fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×