Handbolti

Frá­bær frammi­staða hjá Ómari Inga gegn Göppingen

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stórleik í kvöld og tryggði Magdeburg toppsætið.
Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stórleik í kvöld og tryggði Magdeburg toppsætið.

Ómar Ingi Magnússon átti frábæran leik þegar Magdeburg lagði Göppingen af velli. Ómar skoraði 12 mörk og gaf 4 stoðsendingar í 31-27 sigri. 

Nýkrýndur handknattleiksmaður ársins og leikstjórnandi Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson, skoraði eitt mark í leiknum. Hann er að stíga upp úr hnémeiðslum sem hann varð fyrir síðasta vor og hefur komið við sögu í síðustu fjórum leikjum Magdeburg. Janus Daði Smárason spilaði sömuleiðis með Magdeburg, skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar. 

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur fyrir mörk þegar Flensburg lagði Balingen af velli, 32-34. Oddur Grétarsson lék með Balingen og skoraði eitt mark úr tveimur skotum. Balingen situr því enn á botni deildarinnar með 7 stig úr 19 leikjum. 

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig máttu þola níu marka, 37-28, tap gegn toppliði Fuchse Berlin. Viggó Kristjánsson varð markahæstur í liði Leipzig með 7 mörk ásamt 3 stoðsendingum. Andri Már Rúnarsson spilaði einnig fyrir Leipzig og gerði 3 mörk. 

Kvöldinu lauk svo með sigri Melsungen gegn Burgdorf. Ivan Martinovic leiddi markaskorun leiksins með 16 mörk úr 20 skotum. Arnar Freyr Arnarsson spilaði með Melsungen en kom sér ekki á blað. 

Magdeburg heldur toppsætinu en liðið er jafnt Fuchse Berlin að stigum, 32 stig úr 18 leikjum. Flensburg og Melsungen fylgja þeim fast eftir með 28 og 27 stig í 3. og 4. sæti deildarinnar. Burgdorf er nokkuð á eftir þeim, með 19 stig úr 19 leikjum í 6. sæti deildarinnar, 7 stigum á eftir Kiel í 5. sætinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×