Ef ég nenni… Stefán Pálsson skrifar 22. desember 2023 08:01 Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið. Einar Þorsteinsson, aðsópsmikill formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, virðist hafa ákveðið að tileinka sér viðhorf Helga Björns í jólaslagaranum. Fyrr í mánuðinum, daginn áður en meirihlutaflokkarnir í Reykjavík samþykktu endanlega fjárhagsáætlun sem fól í sér hækkanir á flestum gjaldskrám borgarinnar til samræmis við vísitölu, mætti téður Einar í viðtöl og lét að því liggja að kannski yrðu þessar hækkanir ekki alveg jafnmiklar. Það væri bara aldrei að vita. Ef hann nennti… Fjárhagsáætlunin var svo samþykkt óbreytt, sem kunnugt er. Hún innihélt þriðju hækkun Reykjavíkur á gjaldskrám sínum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum á skömmum tíma. Allar hækkanirnar hafa verið réttlættar á þann hátt að með þeim sé verið að láta gjaldskrár „halda verðgildi sínu“. Það eru skrauthvörf fyrir það að skila auðu í baráttunni við verðbólguna. Reykjavíkurborg hefur kosið að spila ekki með og væntir þess að ríkisvaldið, launafólk og atvinnurekendur beri byrðarnar í staðinn. Með þessu er auknum álögum velt á fjölskyldurnar í borginni. Þetta er metnaðarlaus efnahagsstjórn sem við í Vinstri grænum höfum gagnrýnt harðlega. Það er því til að bíta höfuðið af skömminni þegar meirihlutaflokkarnir samþykktu á síðasta fundi borgarráðs í gær yfirlýsingu þess efnis að til greina komi að einhver hluti þegar samþykktra gjaldskrárhækkanna kunni að ganga til baka ef einhver óljós skilyrði borgarinnar um „hófsamar kjarasamningshækkanir“ í komandi viðræðum fulltrúa vinnumarkaðarins gangi eftir. Einar Þorsteinsson og borgarstjórnarmeirihlutinn ætla kannski og mögulega að leggja sitt af mörkum í baráttuni við verðbólguna, ef þeim þóknast og ef þau nenna. Í hugum meirihlutans eru gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavík fyrst og fremst tæki til að þrýsta á samningsaðila í kjaraviðræðum. Eftir stendur spurningin um hvaða gjaldskrár meirihlutinn í Reykjavík nenni að lækka og hversu litlar kjarabætur launafólks hugnast stjórnendum höfuðborgarinnar í komandi samningum? Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið. Einar Þorsteinsson, aðsópsmikill formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, virðist hafa ákveðið að tileinka sér viðhorf Helga Björns í jólaslagaranum. Fyrr í mánuðinum, daginn áður en meirihlutaflokkarnir í Reykjavík samþykktu endanlega fjárhagsáætlun sem fól í sér hækkanir á flestum gjaldskrám borgarinnar til samræmis við vísitölu, mætti téður Einar í viðtöl og lét að því liggja að kannski yrðu þessar hækkanir ekki alveg jafnmiklar. Það væri bara aldrei að vita. Ef hann nennti… Fjárhagsáætlunin var svo samþykkt óbreytt, sem kunnugt er. Hún innihélt þriðju hækkun Reykjavíkur á gjaldskrám sínum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum á skömmum tíma. Allar hækkanirnar hafa verið réttlættar á þann hátt að með þeim sé verið að láta gjaldskrár „halda verðgildi sínu“. Það eru skrauthvörf fyrir það að skila auðu í baráttunni við verðbólguna. Reykjavíkurborg hefur kosið að spila ekki með og væntir þess að ríkisvaldið, launafólk og atvinnurekendur beri byrðarnar í staðinn. Með þessu er auknum álögum velt á fjölskyldurnar í borginni. Þetta er metnaðarlaus efnahagsstjórn sem við í Vinstri grænum höfum gagnrýnt harðlega. Það er því til að bíta höfuðið af skömminni þegar meirihlutaflokkarnir samþykktu á síðasta fundi borgarráðs í gær yfirlýsingu þess efnis að til greina komi að einhver hluti þegar samþykktra gjaldskrárhækkanna kunni að ganga til baka ef einhver óljós skilyrði borgarinnar um „hófsamar kjarasamningshækkanir“ í komandi viðræðum fulltrúa vinnumarkaðarins gangi eftir. Einar Þorsteinsson og borgarstjórnarmeirihlutinn ætla kannski og mögulega að leggja sitt af mörkum í baráttuni við verðbólguna, ef þeim þóknast og ef þau nenna. Í hugum meirihlutans eru gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavík fyrst og fremst tæki til að þrýsta á samningsaðila í kjaraviðræðum. Eftir stendur spurningin um hvaða gjaldskrár meirihlutinn í Reykjavík nenni að lækka og hversu litlar kjarabætur launafólks hugnast stjórnendum höfuðborgarinnar í komandi samningum? Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun