Er forysta HSÍ gengin af göflunum? Björn B. Björnsson skrifar 21. desember 2023 11:30 Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Fjármálafyrirtæki HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Björn B. Björnsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun