PISA og þjóð Jóhannes Aðalbjörnsson skrifar 19. desember 2023 09:30 Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun