Þegar fólk verður fráflæðisvandi Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 19. desember 2023 08:00 Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun