Kaffiboðið í Karphúsinu Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 16. desember 2023 14:31 Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun