Breytingar hjá Strætó snúast ekki um að rukka svindlara Alexandra Briem skrifar 15. desember 2023 10:31 Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Strætó Neytendur Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun