Hvers vegna svelta ráðamenn Samkeppniseftirlitið? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 14. desember 2023 21:00 Á dögunum skilaði Samkeppniseftirlitið af sér viðbótarumsögn um fjárlagafrumvarp 2024 sem nú er í lokavinnslu á Alþingi. Þar kemur fram að „grafalvarleg staða” ríki í samkeppnismálum hér á landi sökum þeirrar sveltistefnu sem íslenskir ráðamenn hafa beitt á liðnum árum. Fram kemur m.a. að fjárframlög til eftirlitsins munu lækka um 20% frá árinu 2014 til 2024 á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnum eftirlitsins hefur fjölgað og efnahagsumsvif aukist um og yfir 35-40%! Erlend fordæmi hundsuð Þetta er með miklum ólíkindum og verður enn furðulegra þegar haft er í huga að víða hafa stjórnvöld brugðist við miklum verðhækkunum og verðbólgu með auknu samkeppniseftirliti. Má nefna Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin sem nýleg dæmi. Erlendis þykir nauðsynlegt og sjálfsagt að grípa til slíkra aðgerða þegar efnahagshamfarir ríða yfir líkt og gerst hefur á Vesturlöndum síðustu misserin. Virk samkeppni er talin nauðsynleg sem liður í efnahagslegum viðbrögðum við verðbólgu og miklum verðlagshækkunum. Tilgangurinn með bættu eftirliti er vitaskuld að halda upp vörnum fyrir hagsmuni almennings. Stjórnvöldum hér á landi þykir hins vegar með öllu ástæðulaust að bregðast við með sama hætti og sjálfsagt þykir víðast um hinn vestræna heim. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stofnunin hafi ítrekað bent á að við núverandi aðstæður fái það tæpast sinnt lögbundnum skyldum sínum. Vond skilaboð inn í kjarasamninga Samkeppni er launafólki á Íslandi mjög mikilvæg enda stuðlar hún ekki einungis að lægra verðlagi heldur styður hún við framleiðni, hagvöxt og hærra atvinnustig svo eitthvað sé nefnt. Fyrir liggur að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi er ábótavant. Á þetta hefur ítrekað verið bent með rannsóknum. Þá blasir við að samkeppniseftirlit er sérlega mikilvægt í litlu hagkerfi á borð við Ísland þar sem fákeppni ríkir á flestum mörkuðum og aðgangshindranir eru miklar. Það er beinlínis galið að gera aðhaldskröfu gagnvart þessari mikilvægu stofnun, almennt og sérstaklega við ríkjandi aðstæður. Almenningur hlýtur að spyrja; hvers vegna er íslenskum stjórnmálamönnum svo illa við samkeppniseftirlit? Hvers vegna mega Íslendingar ekki njóta þess ábata sem fylgir starfsemi Samkeppniseftirlitsins? Hagsmuna hverra er þetta fólk að gæta? Að veikja Samkeppniseftirlitið eru vond skilaboð inn í kjarasamninga og misráðin aðgerð af hálfu stjórnvalda sem ættu með réttu að efla það og stuðla þannig að lægra verðlagi og auknum kaupmætti almennings í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skilaði Samkeppniseftirlitið af sér viðbótarumsögn um fjárlagafrumvarp 2024 sem nú er í lokavinnslu á Alþingi. Þar kemur fram að „grafalvarleg staða” ríki í samkeppnismálum hér á landi sökum þeirrar sveltistefnu sem íslenskir ráðamenn hafa beitt á liðnum árum. Fram kemur m.a. að fjárframlög til eftirlitsins munu lækka um 20% frá árinu 2014 til 2024 á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnum eftirlitsins hefur fjölgað og efnahagsumsvif aukist um og yfir 35-40%! Erlend fordæmi hundsuð Þetta er með miklum ólíkindum og verður enn furðulegra þegar haft er í huga að víða hafa stjórnvöld brugðist við miklum verðhækkunum og verðbólgu með auknu samkeppniseftirliti. Má nefna Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin sem nýleg dæmi. Erlendis þykir nauðsynlegt og sjálfsagt að grípa til slíkra aðgerða þegar efnahagshamfarir ríða yfir líkt og gerst hefur á Vesturlöndum síðustu misserin. Virk samkeppni er talin nauðsynleg sem liður í efnahagslegum viðbrögðum við verðbólgu og miklum verðlagshækkunum. Tilgangurinn með bættu eftirliti er vitaskuld að halda upp vörnum fyrir hagsmuni almennings. Stjórnvöldum hér á landi þykir hins vegar með öllu ástæðulaust að bregðast við með sama hætti og sjálfsagt þykir víðast um hinn vestræna heim. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stofnunin hafi ítrekað bent á að við núverandi aðstæður fái það tæpast sinnt lögbundnum skyldum sínum. Vond skilaboð inn í kjarasamninga Samkeppni er launafólki á Íslandi mjög mikilvæg enda stuðlar hún ekki einungis að lægra verðlagi heldur styður hún við framleiðni, hagvöxt og hærra atvinnustig svo eitthvað sé nefnt. Fyrir liggur að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi er ábótavant. Á þetta hefur ítrekað verið bent með rannsóknum. Þá blasir við að samkeppniseftirlit er sérlega mikilvægt í litlu hagkerfi á borð við Ísland þar sem fákeppni ríkir á flestum mörkuðum og aðgangshindranir eru miklar. Það er beinlínis galið að gera aðhaldskröfu gagnvart þessari mikilvægu stofnun, almennt og sérstaklega við ríkjandi aðstæður. Almenningur hlýtur að spyrja; hvers vegna er íslenskum stjórnmálamönnum svo illa við samkeppniseftirlit? Hvers vegna mega Íslendingar ekki njóta þess ábata sem fylgir starfsemi Samkeppniseftirlitsins? Hagsmuna hverra er þetta fólk að gæta? Að veikja Samkeppniseftirlitið eru vond skilaboð inn í kjarasamninga og misráðin aðgerð af hálfu stjórnvalda sem ættu með réttu að efla það og stuðla þannig að lægra verðlagi og auknum kaupmætti almennings í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun