Hei! Jó! Þingheimur! Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 14. desember 2023 09:01 Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Fjölmörg okkar eiga ekki afturkvæmt til heimila okkar, en við höfum skotist klökk til Grindó með pallbíl að láni, til að sækja kaffikönnuna og eldhússtólana, handklæðin og jólafötin. Við höfum velt fyrir okkur hvort pláss sé fyrir eitthvað af jólaskrautinu á nýja staðnum, hvort við verðum yfirleitt á þeim stað yfir jólin, hvar við verðum eftir áramót og hvernig við eigum að brúa öll þau bil sem skapast hafa í lífum okkar og okkar á milli. Allur almenningur virðist líta þannig á að hér sé samfélag í sárum, og á ögurstundu og neyðartímum þurfi reglur að vera sveigjanlegar og manngildi höfð að leiðarljósi í hvívetna, en þetta hefur því miður ekki verið raunin. Heimilislausir og geðshrærðir Grindvíkingar hafa í miðju áfalli þurft að steyta hnefa og byrsta sig til að fá fram það sem lang flestum landsmönnum þykir fullkomlega eðlileg krafa. Húsnæðisánagreiðendur hafa þurft að krefjast réttlátrar meðferðar í lánakerfinu og hafa viðskiptabankarnir þrír og íbúðalanasjóður dregið til baka kröfur um uppsöfnun vaxta og verðbóta á greiðslufrystingartíma húsnæðislána en aðrir lánveitendur ekki, eins og kunnugt er. Bera lífeyrissjóðir nú fyrir sig því að hér sé við ofurafl að etja í formi lagabálka eftir að hafa teygt lopann í heilan mánuð, þrátt fyrir að hafa fullyrt strax við upphaf umræðna að þessi undanþága samhæfist ekki reglum lífeyrissjóða. Einhvern manndóm hefur virst vanta til að standa við þá fullyrðingu því það hefur tekið þennan mánuð af sama japlinu -um að nú sé verið að skoða þetta, nú skuli funda og síðast en ekki síst að fullur skilningur sé á kröfum lánagreiðenda frá Grindavík og samkenndin sé mikil- til að gefa út þessa endanlegu yfirlýsingu í dag. Það er orðið ljóst að lífeyrissjóðir hafa ekki áhuga á að taka þátt í að hliðra til reglum, skapa undanþáguheimildir eða vinna að nokkru leyti til að koma til móts við kröfur lífeyrissjóðseigenda sem borga mánaðarlega samviskusamlega í sjóðinn. En svo af þessum breytingum geti orðið þarfnast greinilega hjálpar við. Nú kalla ég til þess fólks sem við kusum á þing. Fólkið sem við völdum til að vinna fyrir okkur. Nú er rúmur mánuður liðinn- og lopateygjur lífeyrissjóðanna eru á enda. Hundrað fjölskyldur bíða, hundrað fjölskyldur sem greitt hafa í þá sjóði sem ætlaðir eru sem þeirra skjól og vörn þegar lífið tekur níutíu gráðu beygju inn í óvissuna. Ég skora á þingheim að horfa til okkar fyrir frí, sýna kjark og klára dæmið. Hundrað fjölskyldum vantar breytingar á lögum, strax. Viðbætur í lögum um lánveitingar lífeyrissjóða og annara húsnæðislánaveitenda þess efnis að við náttúruhamfarir eða aðrar utanaðkomandi óviðráðanlegar aðstæður skuli lánveitendum heimilt, eða jafnvel skylt, að stöðva afborganir í afmarkaðan tíma og á sama tíma fella niður vexti og verðbætur og annan kostnað sem af getur hlotist hljómar ekki flókið í framkvæmd. Þetta er samfélagslegt sanngirnismál. Annars óska ég þingmönnum öllum, svo og stjórnendum lífeyrissjóða góðrar og gleðiríkrar jólahátíðar.. heima í sinni stofu. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Fjölmörg okkar eiga ekki afturkvæmt til heimila okkar, en við höfum skotist klökk til Grindó með pallbíl að láni, til að sækja kaffikönnuna og eldhússtólana, handklæðin og jólafötin. Við höfum velt fyrir okkur hvort pláss sé fyrir eitthvað af jólaskrautinu á nýja staðnum, hvort við verðum yfirleitt á þeim stað yfir jólin, hvar við verðum eftir áramót og hvernig við eigum að brúa öll þau bil sem skapast hafa í lífum okkar og okkar á milli. Allur almenningur virðist líta þannig á að hér sé samfélag í sárum, og á ögurstundu og neyðartímum þurfi reglur að vera sveigjanlegar og manngildi höfð að leiðarljósi í hvívetna, en þetta hefur því miður ekki verið raunin. Heimilislausir og geðshrærðir Grindvíkingar hafa í miðju áfalli þurft að steyta hnefa og byrsta sig til að fá fram það sem lang flestum landsmönnum þykir fullkomlega eðlileg krafa. Húsnæðisánagreiðendur hafa þurft að krefjast réttlátrar meðferðar í lánakerfinu og hafa viðskiptabankarnir þrír og íbúðalanasjóður dregið til baka kröfur um uppsöfnun vaxta og verðbóta á greiðslufrystingartíma húsnæðislána en aðrir lánveitendur ekki, eins og kunnugt er. Bera lífeyrissjóðir nú fyrir sig því að hér sé við ofurafl að etja í formi lagabálka eftir að hafa teygt lopann í heilan mánuð, þrátt fyrir að hafa fullyrt strax við upphaf umræðna að þessi undanþága samhæfist ekki reglum lífeyrissjóða. Einhvern manndóm hefur virst vanta til að standa við þá fullyrðingu því það hefur tekið þennan mánuð af sama japlinu -um að nú sé verið að skoða þetta, nú skuli funda og síðast en ekki síst að fullur skilningur sé á kröfum lánagreiðenda frá Grindavík og samkenndin sé mikil- til að gefa út þessa endanlegu yfirlýsingu í dag. Það er orðið ljóst að lífeyrissjóðir hafa ekki áhuga á að taka þátt í að hliðra til reglum, skapa undanþáguheimildir eða vinna að nokkru leyti til að koma til móts við kröfur lífeyrissjóðseigenda sem borga mánaðarlega samviskusamlega í sjóðinn. En svo af þessum breytingum geti orðið þarfnast greinilega hjálpar við. Nú kalla ég til þess fólks sem við kusum á þing. Fólkið sem við völdum til að vinna fyrir okkur. Nú er rúmur mánuður liðinn- og lopateygjur lífeyrissjóðanna eru á enda. Hundrað fjölskyldur bíða, hundrað fjölskyldur sem greitt hafa í þá sjóði sem ætlaðir eru sem þeirra skjól og vörn þegar lífið tekur níutíu gráðu beygju inn í óvissuna. Ég skora á þingheim að horfa til okkar fyrir frí, sýna kjark og klára dæmið. Hundrað fjölskyldum vantar breytingar á lögum, strax. Viðbætur í lögum um lánveitingar lífeyrissjóða og annara húsnæðislánaveitenda þess efnis að við náttúruhamfarir eða aðrar utanaðkomandi óviðráðanlegar aðstæður skuli lánveitendum heimilt, eða jafnvel skylt, að stöðva afborganir í afmarkaðan tíma og á sama tíma fella niður vexti og verðbætur og annan kostnað sem af getur hlotist hljómar ekki flókið í framkvæmd. Þetta er samfélagslegt sanngirnismál. Annars óska ég þingmönnum öllum, svo og stjórnendum lífeyrissjóða góðrar og gleðiríkrar jólahátíðar.. heima í sinni stofu. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar