Glæpurinn kynlífsmansal Jódís Skúladóttir skrifar 13. desember 2023 11:00 Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem lýsa því skýrt yfir að við berum lagalega ábyrgð gagnvart þolendum mansals þó þeir hafi ekki orðið fyrir mansali á Íslandi. Ekki er svo síður mikilvægt að árétta að við berum sem samfélag líka siðferðislegar skuldbindingar sem manneskjur gagnvart þeim sem brotið hefur verið á með þesum alvarlega hætti. Við vitum í dag hversu alvarleg og langvarandi áhrif kynferðisbrot hafa á þolendur enda sýna allar rannsóknir fram á það. Rannsókn Stígamóta frá árinu 2022 sýnir að vændi hefur alvarlegri afleiðingar á brotaþola en önnur kynferðisbrot og því er auðvelt að gera sér í hugarlund að þolendur kynlífsmansals þurfi að kljást við enn alvarlegri afleiðingar. Hluti af afmennskun og niðurbroti mansalsþolenda er að taka af þeim gild skilríki þannig að þau séu háð kvölurum sínum um ferðafrelsi. Fólk er þannig yfirleitt flutt milli landa á fölsuðum skilríkjum til að gera því erfiðara að leita sér aðstoðar. Það er einhvers konar ný vídd í þolendaskömmun að gera þolendur mansals ábyrga fyrir þeim hörmungum sem þau hafa orðið fyrir og ákæra slíka einstaklinga fyrir skjalafals vegna hinna fölsuðu skilríkja. Að nota það gegn mansalsþolendum að þau hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum má segja að sé sambærilegt við að nota það gegn þeim að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Samkvæmt íslenskum lögum stendur þolendum mansals til boða að fá húsnæði, fjárhags- og lögfræðiaðstoð og í boði er dvalarleyfi fyrir staðfesta þolendur mansals. Með lagabreytingu frá árinu 2019 standa þessi úrræði einnig til boða fyrir hugsanlega þolendur mansals. Vilji löggjafans er skýr og það er vilji almennings líka. Þolendur kynlífsmansals eiga alltaf að njóta vafans og lagatæknileg atriði eiga aldrei að standa í vegi fyrir réttlátri meðferð þeirra mála. Þessum hópi , sem fyrst og fremst samanstendur af konum sem hingað hafa komið gegnum hryllilegar aðstæður eigum við að veita skjól. Ég geri orð hæstvirts dómsmálaráðherra frá því í október í svari við fyrirspurn um mansal á Íslandi að mínum: „Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“ Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Mansal Alþingi Vinstri græn Kynferðisofbeldi Mest lesið Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem lýsa því skýrt yfir að við berum lagalega ábyrgð gagnvart þolendum mansals þó þeir hafi ekki orðið fyrir mansali á Íslandi. Ekki er svo síður mikilvægt að árétta að við berum sem samfélag líka siðferðislegar skuldbindingar sem manneskjur gagnvart þeim sem brotið hefur verið á með þesum alvarlega hætti. Við vitum í dag hversu alvarleg og langvarandi áhrif kynferðisbrot hafa á þolendur enda sýna allar rannsóknir fram á það. Rannsókn Stígamóta frá árinu 2022 sýnir að vændi hefur alvarlegri afleiðingar á brotaþola en önnur kynferðisbrot og því er auðvelt að gera sér í hugarlund að þolendur kynlífsmansals þurfi að kljást við enn alvarlegri afleiðingar. Hluti af afmennskun og niðurbroti mansalsþolenda er að taka af þeim gild skilríki þannig að þau séu háð kvölurum sínum um ferðafrelsi. Fólk er þannig yfirleitt flutt milli landa á fölsuðum skilríkjum til að gera því erfiðara að leita sér aðstoðar. Það er einhvers konar ný vídd í þolendaskömmun að gera þolendur mansals ábyrga fyrir þeim hörmungum sem þau hafa orðið fyrir og ákæra slíka einstaklinga fyrir skjalafals vegna hinna fölsuðu skilríkja. Að nota það gegn mansalsþolendum að þau hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum má segja að sé sambærilegt við að nota það gegn þeim að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Samkvæmt íslenskum lögum stendur þolendum mansals til boða að fá húsnæði, fjárhags- og lögfræðiaðstoð og í boði er dvalarleyfi fyrir staðfesta þolendur mansals. Með lagabreytingu frá árinu 2019 standa þessi úrræði einnig til boða fyrir hugsanlega þolendur mansals. Vilji löggjafans er skýr og það er vilji almennings líka. Þolendur kynlífsmansals eiga alltaf að njóta vafans og lagatæknileg atriði eiga aldrei að standa í vegi fyrir réttlátri meðferð þeirra mála. Þessum hópi , sem fyrst og fremst samanstendur af konum sem hingað hafa komið gegnum hryllilegar aðstæður eigum við að veita skjól. Ég geri orð hæstvirts dómsmálaráðherra frá því í október í svari við fyrirspurn um mansal á Íslandi að mínum: „Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“ Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar
Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun