Handbolti

Frakkar fyrstir í undan­úr­slit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Frakkar eru komnir í undanúrslit HM kvenna í handbolta.
Frakkar eru komnir í undanúrslit HM kvenna í handbolta. EPA-EFE/Beate Oma Dahle NORWAY OUT

Frakkland varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimameistaramóts kvenna í handbolta með öruggum ellefu marka sigri gegn Tékkum, 33-22.

Ólympíumeistarar Frakklands eru af flestum taldir ein af tveimur sigurstranglegustu þjóðum mótsins og vann liðið nauman sigur gegn ríkjandi heimsmeisturum Noregs í lokaleik milliriðlanna um helgina.

Frakkar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda í leik dagsins og náðu fjögurra marka forskoti þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Tékkarnir klóruðu þó í bakkann fyrir hlé og staðan var 18-16 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Frönsku stelpurnar reyndust þó mun sterkari í síðari hálfleik og náðu fljótt upp fimm marka forskoti. Þær juku forskot sitt jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum öruggan ellefu marka sigur, 33-22.

Frakkar eru þar með á leið í undanúrslit HM þar sem liðið mætir annaðhvort Svíum eða Þjóðverjum. Tékkar eru hins vegar úr leik í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en munu leika um 5.-8. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×