Hræðslutal um rafmagnsskort Sigurður Jóhannesson skrifar 11. desember 2023 11:31 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tók sterkt til orða á haustfundi fyrirtækisins, sem haldinn var fyrir nokkru: ,,Aðilar sem ættu að vera ábyrgir hafa haldið því fram að við getum gert allt sem við viljum án þess að auka orkuvinnsluna... Þetta er alrangt, þetta er algjörlega ábyrgðarlaust…[Margir] hafa haldið því blákalt fram að ..við þurfum ekkert að virkja..[það þurfi bara að] skipta um ljósaperur – þá virki þetta allt..“ Ekki kom fram við hvaða ,,ábyrgu aðila“ hann átti, en nokkur ár eru síðan Bjarni Bjarnason, sem þá var forstjóri Orkuveitunnar, komst svo að orði í blaðaviðtali, að ekki þyrfti að virkja allt sem rynni og kraumaði hér á landi, eins og útlitið væri þá. Í sama viðtali benti hann á að við það eitt að skipta öllum götuljósum út fyrir led-perur sparaðist rafmagn sem dygði fimm til tíu þúsund rafmagnsbílum. Boðskapurinn á haustfundi Landsvirkjunar var allt annar: a) Rafmagnsskortur blasir við heimilum og litlum fyrirtækjum vegna vaxandi áhuga stórnotenda. b) Skilja þarf á milli almenns markaðs og stórnotenda, þannig að heimili og fyrirtæki þurfi ekki að keppa við þá um rafmagnið. c) Ekki dugar að sækja rafmagn til álvera – þeim verður ekki lokað fyrr en í fyrsta lagi eftir 2034. d) Flýta þarf meðferð á umsóknum um leyfi fyrir nýjum virkjunum. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að aðeins er hætta á skorti á almennum rafmagnsmarkaði ef gert er ráð fyrir að verð haldist óbreytt. Ef verð á rafmagni hækkar gerist tvennt: 1) Notendur fara betur með það. Í nýlegri skýrslu, sem sagt er frá á heimasíðu Landsvirkjunar, kemur fram að spara megi allt að 8% af rafmagninu, ýmist með tiltölulega litlum tilkostnaði eða meiri fyrirhöfn. 2) Stórnotendur falla frá rafmagnskaupum ef boðið er betur á almennum markaði. Víða á Vesturlöndum hefur álverum verið lokað af því að meira er upp úr því að hafa að selja rafmagnið, sem þau hafa tryggt sér, á almennum markaði en að framleiða ál. Á öðrum mörkuðum leysa verðbreytingar þann vanda sem hér er sagður blasa við. Bensínskortur mundi vofa yfir ef ekki mætti selja lítrann á meira en 250 krónur. Fiskur hefur margfaldast í verði miðað við aðrar matvörur á undanförnum áratugum – einmitt vegna ásælni útlendinga í þessa vöru. Hvers vegna ætti að fara öðruvísi með rafmagn? Samkvæmt þeirri tillögu, sem nú virðist ætla að verða ofan á, verður almennur rafmagnsmarkaður ósnortinn af vaxandi eftirspurn stórnotenda. Almenningur kann sjálfsagt að meta það og það vegur þungt í augum stjórnmálamanna. En þessi tilhögun er ekki gallalaus. Ef almenningur borgar ekki sannvirði fyrir rafmagnið er ólíklegt að hann fari mjög vel með það. Aðskilnaður almenns rafmagnsmarkaðs og markaðs fyrir stórnotendur leiðir með öðrum orðum til sóunar á rafmagni. Meira verður virkjað en hagkvæmt er. Eins og fram kom hér á undan er þetta ekki eina leiðin til þess að koma í veg fyrir skort. Ef verðið fær að sveiflast eins og á flestum öðrum vörum fær almenningur áfram sitt rafmagn. Á Íslandi er meira framleitt af rafmagni á hvert mannsbarn en í nokkru öðru landi í heiminum. Almenning mun ekki skorta það nema fyrir einhvern klaufaskap. Skiljanlegt er að starfsmenn Landsvirkjunar séu þreyttir á að bíða eftir leyfum fyrir nýjum virkjunum. Óþreyjan er skiljanlegri þegar haft er í huga að enginn virðist vera í vafa um að þær framkvæmdir, sem nú er tekist á um, verði leyfðar á endanum. ,,Framkvæmdum við Hvammsvirkjun seinkað“ sagði á heimasíðu Landsvirkjunar eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi í sumar eftir kærur frá umhverfissamtökum og fleirum. Framkvæmdum seinkar, en auðvitað verður virkjað. Stundum virðist kæruferli og söfnun upplýsinga um umhverfisrask af framkvæmdum nánast vera formsatriði. Vandinn liggur ekki síst í því að fjárfestar bera ekki umhverfiskostnaðinn. Í því felst niðurgreiðsla á ,,grænni orku“ sem verulega getur munað um. Fyrir fáum árum nýtti Hagfræðistofnun niðurstöður úr Rammaáætlun til þess að verðmeta umhverfiskostnað af Urriðafossvirkjun í Þjórsá, sem um margt minnir á Hvammsvirkjun, sem er ofar í ánni. Út kom að umhverfiskostnaður virkjunarinnar væri um 30 milljarðar króna – sem bætist ofan á annan kostnað við hana, sem þá var talinn um 50 milljarðar. Hætta sem laxi í ánni er búin réð miklu um niðurstöðuna. Umhverfiskostnaður af þessari stærðargráðu gæti hæglega dregið úr áhuga fjárfesta á virkjun – en hann þarf ekki að gera það. Hér gildir það sama og um rafmagnsverð til almennings, sem rætt var hér á undan. Taka þarf allan kostnað með í dæmið ef ætlunin er að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tók sterkt til orða á haustfundi fyrirtækisins, sem haldinn var fyrir nokkru: ,,Aðilar sem ættu að vera ábyrgir hafa haldið því fram að við getum gert allt sem við viljum án þess að auka orkuvinnsluna... Þetta er alrangt, þetta er algjörlega ábyrgðarlaust…[Margir] hafa haldið því blákalt fram að ..við þurfum ekkert að virkja..[það þurfi bara að] skipta um ljósaperur – þá virki þetta allt..“ Ekki kom fram við hvaða ,,ábyrgu aðila“ hann átti, en nokkur ár eru síðan Bjarni Bjarnason, sem þá var forstjóri Orkuveitunnar, komst svo að orði í blaðaviðtali, að ekki þyrfti að virkja allt sem rynni og kraumaði hér á landi, eins og útlitið væri þá. Í sama viðtali benti hann á að við það eitt að skipta öllum götuljósum út fyrir led-perur sparaðist rafmagn sem dygði fimm til tíu þúsund rafmagnsbílum. Boðskapurinn á haustfundi Landsvirkjunar var allt annar: a) Rafmagnsskortur blasir við heimilum og litlum fyrirtækjum vegna vaxandi áhuga stórnotenda. b) Skilja þarf á milli almenns markaðs og stórnotenda, þannig að heimili og fyrirtæki þurfi ekki að keppa við þá um rafmagnið. c) Ekki dugar að sækja rafmagn til álvera – þeim verður ekki lokað fyrr en í fyrsta lagi eftir 2034. d) Flýta þarf meðferð á umsóknum um leyfi fyrir nýjum virkjunum. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að aðeins er hætta á skorti á almennum rafmagnsmarkaði ef gert er ráð fyrir að verð haldist óbreytt. Ef verð á rafmagni hækkar gerist tvennt: 1) Notendur fara betur með það. Í nýlegri skýrslu, sem sagt er frá á heimasíðu Landsvirkjunar, kemur fram að spara megi allt að 8% af rafmagninu, ýmist með tiltölulega litlum tilkostnaði eða meiri fyrirhöfn. 2) Stórnotendur falla frá rafmagnskaupum ef boðið er betur á almennum markaði. Víða á Vesturlöndum hefur álverum verið lokað af því að meira er upp úr því að hafa að selja rafmagnið, sem þau hafa tryggt sér, á almennum markaði en að framleiða ál. Á öðrum mörkuðum leysa verðbreytingar þann vanda sem hér er sagður blasa við. Bensínskortur mundi vofa yfir ef ekki mætti selja lítrann á meira en 250 krónur. Fiskur hefur margfaldast í verði miðað við aðrar matvörur á undanförnum áratugum – einmitt vegna ásælni útlendinga í þessa vöru. Hvers vegna ætti að fara öðruvísi með rafmagn? Samkvæmt þeirri tillögu, sem nú virðist ætla að verða ofan á, verður almennur rafmagnsmarkaður ósnortinn af vaxandi eftirspurn stórnotenda. Almenningur kann sjálfsagt að meta það og það vegur þungt í augum stjórnmálamanna. En þessi tilhögun er ekki gallalaus. Ef almenningur borgar ekki sannvirði fyrir rafmagnið er ólíklegt að hann fari mjög vel með það. Aðskilnaður almenns rafmagnsmarkaðs og markaðs fyrir stórnotendur leiðir með öðrum orðum til sóunar á rafmagni. Meira verður virkjað en hagkvæmt er. Eins og fram kom hér á undan er þetta ekki eina leiðin til þess að koma í veg fyrir skort. Ef verðið fær að sveiflast eins og á flestum öðrum vörum fær almenningur áfram sitt rafmagn. Á Íslandi er meira framleitt af rafmagni á hvert mannsbarn en í nokkru öðru landi í heiminum. Almenning mun ekki skorta það nema fyrir einhvern klaufaskap. Skiljanlegt er að starfsmenn Landsvirkjunar séu þreyttir á að bíða eftir leyfum fyrir nýjum virkjunum. Óþreyjan er skiljanlegri þegar haft er í huga að enginn virðist vera í vafa um að þær framkvæmdir, sem nú er tekist á um, verði leyfðar á endanum. ,,Framkvæmdum við Hvammsvirkjun seinkað“ sagði á heimasíðu Landsvirkjunar eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi í sumar eftir kærur frá umhverfissamtökum og fleirum. Framkvæmdum seinkar, en auðvitað verður virkjað. Stundum virðist kæruferli og söfnun upplýsinga um umhverfisrask af framkvæmdum nánast vera formsatriði. Vandinn liggur ekki síst í því að fjárfestar bera ekki umhverfiskostnaðinn. Í því felst niðurgreiðsla á ,,grænni orku“ sem verulega getur munað um. Fyrir fáum árum nýtti Hagfræðistofnun niðurstöður úr Rammaáætlun til þess að verðmeta umhverfiskostnað af Urriðafossvirkjun í Þjórsá, sem um margt minnir á Hvammsvirkjun, sem er ofar í ánni. Út kom að umhverfiskostnaður virkjunarinnar væri um 30 milljarðar króna – sem bætist ofan á annan kostnað við hana, sem þá var talinn um 50 milljarðar. Hætta sem laxi í ánni er búin réð miklu um niðurstöðuna. Umhverfiskostnaður af þessari stærðargráðu gæti hæglega dregið úr áhuga fjárfesta á virkjun – en hann þarf ekki að gera það. Hér gildir það sama og um rafmagnsverð til almennings, sem rætt var hér á undan. Taka þarf allan kostnað með í dæmið ef ætlunin er að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar