Viðskipti erlent

Segja aug­lýsinga­her­ferð Zöru hæðast að á­standinu á Gasa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Úr auglýsingaherferðinni.
Úr auglýsingaherferðinni. Zara

Spænska fataverslunin Zara er nú harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlun vegna nýrrar auglýsingaherferð sinnar. Herferðin er sögð vera gerð til að líkja eftir ástandinu á Gasasvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Í auglýsingu sem birt var í síðustu viku sem kallast „The Jacket“ eða „Jakkinn“ má meðal annars sjá fyrirsætuna Kristen McMenamy halda á gínu sem búið er að vefja í hvítt lak. Er það sagt líkjast líkpokum á Gasasvæðinu. Þá má sjá mikla eyðileggingu í kringum hana og nokkrar gínur sem vantar á útlimi. 

Hér má sjá gínuna í hvítu klæðunum.Zara

Dregin hafa verið fram ummæli aðalhönnuðar Zöru um ástandið á Gasasvæðinu frá árinu 2021. Þá sagði hún að ef íbúar svæðisins væru eitthvað klárari myndu þeir kannski ekki sprengja skóla og spítala sem Ísrael hefur greitt fyrir á svæðinu. 

Zara hefur fjarlægt auglýsinguna á öllum miðlum sínum eftir gagnrýnina. Fyrirtækið hefur þó ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×