Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson skrifa 11. desember 2023 08:01 Opið bréf til útvarpsstjóra Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Ágæti útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson. Alvarlega og grófa staðreyndavillu um sögu Íslands er að finna í síðari hluta heimildarþáttar sem framleiddur var fyrir Ríkisútvarpið í tilefni 100 ára fullveldis landsins og sendur út 3. desember síðastliðinn. Hér með er óskað eftir svörum við því hvernig Ríkisútvarpið ætlar að bregðast við og leiðrétta villuna gagnvart almenningi. Í dagskrá RÚV er heiti þáttarins sem um ræðir Fullveldi 1918. Þar er ranglega staðhæft að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem urðu til eftir hrunið 2008 hafi aldrei farið fram. Nánar tiltekið, með þessum orðum: „Þjóðaratkvæðagreiðslan sem átti að halda var aldrei haldin.“ Ekki er hægt að láta þessa röngu fullyrðingu um grundvallaratriði og stórviðburð í sögu landsins standa óhreyfða í heimildarþætti sem almannaútvarpið sendir út og ber ábyrgð á. Stjórnarskrárfélagið óskar eftir að útvarpsstjóri svari því opinberlega hvernig þetta verði leiðrétt og hinu rétta í málinu komið á framfæri. Hið rétta er, að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem var haldin 20. október 2012. Tillögurnar voru niðurstaða lýðræðislegs ferlis sem vakti heimsathygli, „eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um“, svo notuð séu orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Í Þjóðaratkvæðagreiðslunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Í lýðræðisríkjum eru úrslit kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa þó ekki enn verið virt og framganga margra í málinu og vanvirðing gagnvart lýðræðislegum grundvallargildum lofar ekki góðu. Við lifum viðsjárverða tíma falsfrétta og þöggunar og það er ótækt að því sé haldið fram í Ríkisútvarpinu að þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 um nýja stjórnarskrá hafi aldrei verið haldin. Þá sögufölsun verður að leiðrétta með afgerandi hætti, hvort sem hún var vísvitandi gerð eða ekki. — Við væntum skjótra svara. Með kveðju, f. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Ríkisútvarpið Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til útvarpsstjóra Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Ágæti útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson. Alvarlega og grófa staðreyndavillu um sögu Íslands er að finna í síðari hluta heimildarþáttar sem framleiddur var fyrir Ríkisútvarpið í tilefni 100 ára fullveldis landsins og sendur út 3. desember síðastliðinn. Hér með er óskað eftir svörum við því hvernig Ríkisútvarpið ætlar að bregðast við og leiðrétta villuna gagnvart almenningi. Í dagskrá RÚV er heiti þáttarins sem um ræðir Fullveldi 1918. Þar er ranglega staðhæft að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem urðu til eftir hrunið 2008 hafi aldrei farið fram. Nánar tiltekið, með þessum orðum: „Þjóðaratkvæðagreiðslan sem átti að halda var aldrei haldin.“ Ekki er hægt að láta þessa röngu fullyrðingu um grundvallaratriði og stórviðburð í sögu landsins standa óhreyfða í heimildarþætti sem almannaútvarpið sendir út og ber ábyrgð á. Stjórnarskrárfélagið óskar eftir að útvarpsstjóri svari því opinberlega hvernig þetta verði leiðrétt og hinu rétta í málinu komið á framfæri. Hið rétta er, að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem var haldin 20. október 2012. Tillögurnar voru niðurstaða lýðræðislegs ferlis sem vakti heimsathygli, „eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um“, svo notuð séu orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Í Þjóðaratkvæðagreiðslunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Í lýðræðisríkjum eru úrslit kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa þó ekki enn verið virt og framganga margra í málinu og vanvirðing gagnvart lýðræðislegum grundvallargildum lofar ekki góðu. Við lifum viðsjárverða tíma falsfrétta og þöggunar og það er ótækt að því sé haldið fram í Ríkisútvarpinu að þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 um nýja stjórnarskrá hafi aldrei verið haldin. Þá sögufölsun verður að leiðrétta með afgerandi hætti, hvort sem hún var vísvitandi gerð eða ekki. — Við væntum skjótra svara. Með kveðju, f. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun